Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 40
40
vegagerð sent mér tilkynningu um fundinn og ekki vissi vegamála-
stjóri neitt um hann. — En rétt eptir árslokin, laugardaginn 5. Jan-
1935, skýrði formaður sóknarnefndar á Sauðárkróki, Jón Þ. Björnsson,
mér frá því, að í ráði væri að jarða þar í kirkjugarðinum næsta dag
mannabein, sem fundizt hefðu sumarið áður á Höfðaströndinni, en
réttara væri talið að grennslast eptir því áður, hvort mér væri kunnugt
um þennan fund, og hvort ég vildi láta fara öðruvísi með hann. Ég
óskaði þá eptir að fá beinin send til athugunar, ásamt fundarskýrslu,
og til varðveizlu í Þjóðmenningarsafninu. Tíu dögum síðar komu
beinin til safnsins og svo-hljóðandi skýrsla með:
Síðastliðið sumar (1934), mánud. 3. september, voru nokkrir menn frá Sauðár-
króki að vegargerð ofanundan Grafargerði á Höfðaströnd, innan við Hofsós.
Tóku þeir ofaníburðarmöl á mel nokkrum sléttum og leirblöndnum. Fundu þeir
þá leifar mannabeina þar á melnum. Beinin lágu svo nærri yfirborði, að eigi
nam meiru en þverhandarþykkt: Höfuðkúpa, tvennir kjálkar, nokkur leggbein
og önnur bein smærri.
Hér um bil H/2—2 metra norðvestur af þessum beinum var stór þúfa,
aflöng og gróin, hér um bil V2 metri á hæð og 2 m. á lengd. Var hún grafin
upp, og fundust þar syðst leifar af hestbeinum. Lágu þau á melnum undir þúfunni.
Um miðja þúfuna lá grjóthaft þvert yfir. En norðan við það fannst höfuðkúpa
af manni, mjög fúin, kjálkaleifar, jaxlar og nokkrar aðrar beinaleifar. Lágu þessi
bein undir þúfunni, og eigi á berum melnum, en torf eða grasrót virtist hafa
verið undir þeim. Eigi urðu finnendur neins varir um leifar af áhöldum né neinum
öðrum hlutum úr málmi né öðrum efnum. Fluttu þeir beinin til Sauðárkróks
og afhenti verkstjórinn, Páll Jóhannsson, þau formanni sóknarnefndar þar. Að
áliti læknis virðist í fyrri fundinum vera að ræða um leifar af stórum og sterk-
legum karlmanni og (gamalli) konu. Seinni fundurinn virðist og vera af full-
orðinni manneskju.
Var beinanna minnst í sérstakri athöfn í lok guðsþjónustu í Sauðárkróks-
kirkju i dag af sóknarpresti, sr. Helga Konráðssyni, og verða þau að ósk fornminja-
varðar (Matth. Þórðarsonar) send næstu daga til Reykjavíkur.
Sauðárkróki, 6. Jan. 1935.
Jón Þ. V. Björnsson
(formaður sóknarnefndar).
Hér er um tvær dysjar að ræða; t annari hefir verið dysjaður
karlmaður, en í hinni kona, og hestur hjá. Aðrir þeir kjálkar, sem
taldir eru í skýrslunni fundnir með beinum karlmannsins, eru óheil-
legir, og er brot af þeim meðal hinna fáu beina, sem fundust í norð-
vestri dysinni og eru úr konu. Meðal karlmannsbeinanna eru engin
kvenmannsbein, önnur en þetta óheillega kjálkabein, sem vafalaust
er kvenmannskjálki, eins og læknirinn hefir álitið. — Sennilega
hefir það farið í ógáti saman-við karlmannsbeinin eptir upptöku bein-