Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 42
42
hann skýrir frá því, að hann hafi daginn áður frétt um fund annara
beina rétt hjá hinum fyrri. Er ég hafði fengið skýrsluna og þessi
bréf, skrifaði ég Jóhanni aptur 1. n. m. og fól honum að athuga
einnig hin nýfundnu bein. Var hann þá á Bæjum á Snæfjallaströnd
og sætti lagi, er vel stóð á veðri og jörð, að framkvæma þá rann-
sókn. Fór hún fram 17. Nóv., og tveim dögum síðar sendi hann mér
hin uppteknu bein, ásamt bréfi og greinilegri skýrslu og afstöðu-
uppdrætti. Var þessi dys norðvestan-við hina fyrri, og höfðu höfuðin
snúið saman. Ofan-á beinunum lágu 2 miklar hellur og fleiri steinar,
og nokkur jarðvegur; undir þeim var tómt hol, þar sem líkið hafði
verið Iagt, sennilega i dálitla gröf, sem hellurnar hafa verið lagðar
yfir; hún var nú að eins 8—12 cm. að dýpt og 35 cm. að breidd.
Eptir beinaleifunum að dæma, virtist beinagrindin vera um 173 cm.;
þær voru þó fáar og fúnar mjög, og gripir fundust engir með eða
leifar af þeim. — Dysjarnar voru um 28 m. frá Mýrará og um 53 m-
upp frá sjávarbakkanum.
Beinaleifarnar úr fyrri dysinni komu til Þjóðmenningarsafnsins
31. Okt. 1935. Þær eru að eins um 20 lítil brot, flest mjög rotin, og
verður ekki auðið að ráða hæð mannsins af þeim, en Jón Sigurðsson
á Tyrðilmýri áleit, að beinagrindin myndi hafa verið um 165 — 170
cm. eptir leifum hennar, óhögguðum í moldinni, að dæma. Tvö brot
eru úr höfuðkúpunni, hnakkabeinið vel hálft, og hægra hvirfilbeinið;
eru þau um 0,5—0,7 cm. þykk og lítið fúin. Kjálkar eru einnig fremur
heillegir og með öllum tönnum föstum í; eru þær mjög lítið slitnar;
þær eru sterklegar og karlmannlegar, benda til að hér hafi verið
dysjaður miðaldra karlmaður.
Beinaleifarnar úr seinni dysinni komu til Þjóðmenningarsafnsins
11. Des. Þær eru litlu fullkomnari en beinaleifarnar úr hinni fyrri; höfuð-
kúpan er í brotum, og nokkuð vantar af henni, en vinstri kjálki er
með og nokkuð af efra tanngarði þeim megin einnig; virðast tenn-
urnar vera úr manni um fimmtugt. Hægri lærleggur heldur nokkurn
veginn fullri lengd sinni og er 46 cm.; bendir hann til, að maður
þessi hafi verið um 169 cm. hár. Annað mjaðmarbeinið var einnig
með, en óheillegt; virðist vera úr karlmanni.
Þótt engir gripir fyndust með þessum beinaleifum á Tyrðilmýri,
er sanni aldur þeirra, sýnist greptrun þeirra benda til, að þær séu
hvorar-tveggja frá fornöld, frá heiðni eða fyrstu kristni.
III.
í sambandi við þessar skýrslur um rannsókn nokkurra forndysja
og fleiri dysja frá fornöld kann að vera ástæða til að geta enn