Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 48
48
Nú þegar ég varð þess vísari, að þarna hefði brunnið bær til forna,
þá mundi ég eftir beinahrúgunni, sem ég sá, er ég byggði húsið, og
tók mig til í fyrra vor og gróf holu bakvið húsið, í skúrnum fram-
með því. Kom ég þar strax á hleðslu, svo það varð erfitt að grafa,
og hitti ekki á beinahrúguna. Héllt ég samt áfram að grafa fram
með húsinu og fann þar mikið af brunnum trébútum, ryðgað járn,
sem ekki toldi saman, og brotna skál úr steini, mjög haglega smíð-
aða, hreinasta snilldarverk. Svo fann ég þarna 1 kerald, og sást
greinilega móta fyrir tréstöfunum í moldinni. Virtist mér þetta kerald
heldur minna en hin. Stór hella, þunn, hefir fallið ofan í keraldið,
og undir þeirri hellu er þykkasta lagið af þessari hvítu mauk eða
skyri, og undir þeirri mauk var trébotninn úr keraldinu, og var hann
svo, að hann hélt sér aðeins, en datt samt allur í sundur, þegar ég
tók hann upp. Og náði ég svo einungis í beinin.
Þarna hefir bærinn eflaust staðið til forna, en hefir svo verið
byggður ofar í túninu og staðið þar um margar aldir, þar til fyrir
rúmri öld, að hann var fluttur neðar í túnið, og þá byggður á gömlu
rústunum. Ástæðan fyrir því, að bærinn var fluttur neðar í túnið nú
í seinni tíð, var sú, að það komu óvanalegir snjóavetrar með snjó-
flóðum, svo menn urðu hræddir um bæinn; en svo stóð fjósið eftir
í nokkur ár uppi á túninu, eftir að bærinn var fluttur; stóð það þar,
unz mjaltakonan varð úti. Eftir það var það flutt heim að bænum.
Einar Eiriksson.