Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 50
50
sér merki, ok bjóz þar um, því at hann vildi nú hvervetna annat en
ræna; fekk sér net ok bát ok veiddi fiska til matar sér«. — í lok
56. kap. er sagt frá staðháttum í nánd við þennan bústað Grettis:
»Þar var svá við vaxit, at nes gekk fram í vatnit, en víkrhvarf mikit
var öðru megin nessins. Vatnit var djúpt at landinu«. Grettir synti
eptir netjum sinum út í vatnið, en Þórir rauðskeggur, er sendur
hafði verið til höfuðs honum, hljóp á móti honum, er hann sté aptur
upp á bakkann, »ok hjó til hans. Grettir kastaði sér á bak aptr ofan
í vatnit ok sökk sem steinn. Þórir horfði út á vatnit ok ætlaði at
verja landit, ef hann kæmi upp. Kafaði Grettir nú sem næst bakkan-
um, svá at Þórir mátti ekki sjá hann, þar til sem hann kom í víkina
at baki honum, ok gekk þar á land«, greip Þóri fyr en hann varði
»ok hjó þegar höfuð af honum«. — í 57. kap. segir enn frá stað-
háttum í nánd við skála Grettis: »Þat var einn dag, at hann sá
margra manna reið, ok stefndu til bygða hans. Hljóp hann þá í
hamraskarð eitt ok vildi eigi renna«.
Fiskivötn á Arnarvatnsheiði eru mörg; »þar er allt þakið í vötn-
um«, segir Jónas Hallgrímsson, sem var vel kunnugt um það, því
hann fór þar um nokkrum sinnum, hina fjölförnu þjóðleið. í Grettis-
sögu er ekki sagt, við hvaða vatn Grettir settist að. En einna fiski-
sælasta vatnið er Arnarvatn stóra, og við austurenda þess er höfði,
sem kenndur er við Gretti, heitir enn í dag Grettishöfði. Hefir þetta
lengi verið alkunnugt, og er hvort-tveggja mikil bending um, að hér
sé að leita »byggða« Grettis. í riti sínu, »Bidrag til en hist.-topo-
graf. Beskrivelse af Island,« I., 344—45, ræðir Kr. Kálund um þetta
og segir rétt frá Grettishöfða, og bætir svo við: »lidt sydligere, ad-
skilt herfra ved en lille vig, skyder et smalt næs sig frem«. Þetta er
einnig laukrétt og geta menn séð, að þetta kemur einnig vel heim
við söguna. Þó segir Kálund, er hann hefir skýrt frá staðháttafrá-
sögninni í Grettissögu: »Om de her beskrevne lokaliteter kan gefind-
es ved Arnarvatn, er ikke let at sige«. Kálund fór hér um 10. sept.
1874, en hefir ekki haft nógu kunnugan mann með sér og ekki haft
tækifæri til að athuga nógu vel staðháttuna við nesið, víkina og
Grettishöfða, enda liggur vegurinn nokkurn spöl fyrir austan þá staði.
Kristleifur bóndi Þorsteinsson á Stóra-Kroppi birti í Andvara
LVIII., 65—80, grein um Arnarvatn; þar segir hann (á bls. 71):
»Grettisskáli blasir við af Svartarhæð, norðan megin við austasta
hluta Arnarvatns. Þar sér vel til skálatóftar Grettis á litlum hóli, og
gengur þar tangi fram í vatnið. Norðan við skálatóftina er klettur,
sem heitir Grettishöfði«. Þessa tótt minnist Kálund ekki á, hefir ekki
verið bent á hana né heyrt hennar getið; — þar á móti minnist