Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 51
51
hann á aðra tótt eða kofa, við vatnið: »Fra söens sydside skyder
et större næs sig frem; ved foden af dette, mod vest, stár ved en
vig af söen en större forfalden græstörvshytte; denne skal dog være
af en nyere oprindelse, og har maaske oprindelig tjent til ly for de
bönder, der navnlig tidligere hver sommer drog herop for at fiske;
nu skal den stundom benyttes af rejsende«. Þetta kofahróf hefir
Kálund Iíklega skoðað, og sagt að öllu leyti rétt frá því.
Þar sem Fornritafélagið er nú að undirbúa útgáfu af Grettissögu,
þótti mér nauðsyn á að athuga þau tvö Grettisbæli, er enn voru lítt
athuguð; fór ég því út í Drangey sumarið 1934 og síðast-liðið sumar
upp að Arnarvatni. Af því að þar var hið fyrsta »bæli« Grettis,
þykir mér eðlilegra að skýra hér fyr frá því en hinu, í Drangey, er
var hið síðasta.
Allur norðurhluti Arnarvatnsheiðar heitir Aðalbólsheiði, því
hann var í landi Aðalbóls í Austurárdal, allt þangað til, er hann var
seldur undan fyrir hér um bil 30 árum sem sameiginlegt afréttarland,
— eins og Aðalbólsheiði hafði raunar ætíð verið, gegn ákveðnu
gjaldi til jarðareiganda. Arnarvatn stóra, og fleiri vötn, eru á Aðal-
bólsheiði; áttu Aðalbælingar þar alla veiði; var veiðiréttur ekki und-
an skilinn, er heiðin var seld, en Aðalbælingar hafa síðan haft hann
á leigu og stundað, ásamt mönnum frá öðrum efstu bæjunum í
Austurárdal, veiði i stóra Arnarvatni árlega. Þótti mér réttast að
fara að Aðalbóli og njóta fylgdar þaðan suður að vatninu, og tilsagn-
ar. Ók ég því norður að Núpsdalstungu 7. Ágúst og reið þaðan að
Aðalbóli. Varð ég að dveljast þar næsta dag, en fór 9. s. m. upp
að vatninu, og veitti Benedikt Jónsson, óðalsbóndi á Aðalbóli, mér
ágæta fylgd og tilsögn; er hann, sem vita má, manna kunnugastur
á heiðinni, — Er við vorum húnir að koma okkur og hestum okkar
fyrir norðan-við vatnið, skammt frá veiðimannaskála þeirra Aðalbæl-
inga, sem þar stendur á nesi einu litlu, rérum við suður yfir vatnið,
því að ég vildi gera þar dálitlar rannsóknir einnig, svo sem ég mun
brátt skýra frá. Að loknum þeim rannóknum fórum við norður yfir
aptur, náðum í hestana og riðum austur fyrir vatnið; er það all-lang-
ur vegur; heitir þar Atlavík, sem myndar norðaustur-horn vatnsins,
og verður að fara austur-fyrir hana. Sunnan við hana gengur all-
mikið nes út í vatnið, og er þar Grettishöfði fremst. Við riðum austan
höfðans og þá niður að vatninu, víkinni, sem Kálund getur um; er
hún við höfðann að sunnanverðu, en sunnan-við hana gengur út í
vatnið hið litla »nes«, sem Kálund nefnir einnig. Þetta »nes« er mjór
og lítill tangi, sem einnig er kenndur við Gretti, heitir Grettistangi.
Sunnan- og vestan-við hann er stór vík, sem myndar suðaustur-horn
4*