Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 59
59
Voru grafnar 2 prófgrafir í tóttina, um 1 m. að dýpt. Vart varð of-
an-til matbeinaleifa, en engrar fornlegrar gólfskánar. Þá voru athug-
uð tóttarbrotin á höfða þeim, er Kálund virtist eiga við. Þar hafði
verið hlaðið um hey fyrir nokkrum árum. Engar fornlegar rústir sá-
ust, og rannsókn með alldjúpri prófgryfju leiddi ekkert það í ljós,
er benti til mannavista hér fyr á tímum. — Loks var grafin allmikil
gryfja suðvestan-undir þursabergshamrinum hjá Grettissteinum, þar
sem fuglamannakofinn hafði staðið á öldinni, sem leið, og munn-
mælin töldu, að skáli Grettis hefði verið. Um 25—40 cm. frá yfir-
borði varð hér vart gólfskánar í þessum síðasta fuglamannakofa. Var
hún lausleg, sem von var til, og blönduð áfokssandi. Húsdýrabein, fugla-
bein og aska var í henni. Handvaðsnagli fannst hér, og tók ég hann með
til Þjóðmenningarsafnsins. — Þá tók við þykkt moldarlag, snautt að
mannvistarleifum, en því næst lag af gólfskán(um), um 80—110 cm.
frá yfirborði. Það skiptist í 2—3 þynnri lög, með áfoks- og moldar-
lögum í milli, ógreinileg þó, enda var hér engin föst eða þykk gólf-
skán, þótt þetta lag bæri ótvíræðan vott um mannavistir hér í kofa.
Leifar af brenndum beinum, helzt fugla-beinum, og önnur aska var
allmjög áberandi í þessu lagi öllu, og hér fannst móbleikur steinn,
ávalur, með brotsári og hvössum brúnum; virðist hann hafa verið
notaður til að kveikja eld með. — Drangey tilheyrði fyrrum Hólastól,
og er ekki ósennilegt, að á dögum sumra byskupanna þar hafi verið
hafður veiðimannakofi hér; Guðbrandur byskup Þorláksson er t. a. m
nefnandi í því sambandi, og mætti vel ætla, að þær mannvistarleifar
•eða kofagólf, er nú var getíð, séu frá hans tíð, lokum 16. og byrjun
17. aldar.
Gryfjan var nú víkkuð og síðan grafið enn dýpra. Um 160—180
cm. frá yfirborði, sem öllu hallar, kom glögg gólfskán í ljós, föst og
þétt í sér, bar ljósan vott um langvarandi og óslitna mannvist hér
í kofa. í henni var aska, leifar af brenndu tré og brenndum beinum,
sauðarleggjaleifar o. fl. (1 leggur tekinn með). Gólfskán þessi var um
17—19 cm. að þykkt. Neðan-undir henni tók við óhreyfð jörð. Hafi
hér verið jarðvegur, moldarlag, er þessi fyrsti kofi var gerður hér,
hefir verið grafið niður-með hamrinum ofan-á berg eða fast aurlag.
Hamarinn hefir verið sem norðvestur-veggur í þeim kofa og síðan
hinum, er síðar hafa verið gerðir hér. — Á siðasta kofanum voru
dyrnar við hamarinn að suðaustan-verðu. — Að norðanverðu beygist
hamarinn dálítið neðan-til, og hefir norðurgaflinn sennilega verið þar.
Ætla má, að kofinn fyrsti hér hafi verið um 2—3 m. að lengd, eptir
hamrinum að dæma, og varla minna en 2 m. að breidd, en tíminn