Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 61
Hvalnes í Lóni.
Nokkur örnefni og sagnir.
Hvalnes er austasti bær í Skaftafellssýslu; stendur vestan-undir
Austurhorni. Jarðmyndun er hér mjög merkileg og margbrotin. Lands-
lagið hefir myndazt við feikna-stórt granófýrgos; en granófýr er ein
hin merkasta bergtegund hér á landi. Hún liggur hér undir yfirborð-
inu alstaðar í Hvalness-landi, og sjást fram-með sjónum í granófýr-
klöppunum þröngir liparít-gangar hér og þar. Svo sjást granófýr-tung-
ur uppi í fjallgarðinum sumstaðar, og sýnast þær bleikgular og rauð-
ar á lit. Þar ofan-á liggur hið fagra gabbró-fjall, sem sýnist blásvart
á lit, og efst er basalt, kolsvart; sjást þessar bergtegundir aðskildar
langar leiðir að, og er það dýrleg sjón að sjá, hversu meistaralega
hverri bergtegund er hlaðið ofan á aðra, svo að þær mynda stand-
berg, sem er um 2000 feta hátt yfir sjávarflöt.
Miðdepill granófýr-gossins er í svo-kallaðri Ljósá, sem er fram-
arlega í Hvaldal, á að giska 6 km. norðaustur frá Austurhorni. Út
frá þessum mikla granófýr-gosgíg liggja gangar í allar áttir, margra
kílómetra langir. Einn þessara ganga liggur inn í Svínhólatind, og í
þeim gangi fann Björn Kristjánsson hina auðugu eirnámu rétt fyrir
austan bæinn, þótt hún liggi ónotuð enn eins og fleira hér á landi.
Aðrir gangar úr þessum gosgíg liggja austur að Þvottá og Starmýri
í Álftafirði. Vottur af málmi er hér víða í grjóti. Gabbróið hér er
hið allra-fallegasta í heimi; eru til af því margar tegundir, sem eru
mjög fallegar, t. a. m. í legsteina.
Þegar ferðamaður stígur fæti sínum hér á land í Hvalnesskrók,
þá blasir við augum hans hinn stórhrikalegi, en þó jafnframt fagri,
fjallahringur, sem liggur á bak-við alla sveitina; hann er boginn eins
og c, og má líkja honum við tanngarð, — Austurhorn og Vesturhorn
eru sem endajaxlarnir; þau skaga bæði fram í sjó, svo tignarleg,
hvort á móti öðru, sérskilin frá aðal-fjallgarðinum. Þessi fjöll hafa
verið alveg gróðurlaus allt fram að þessu, en fyrir fáum árum flutt-
ust hingað fýlungar, fáir í fyrstu, en hefir nú fjölgað ört; og það eru