Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 63
63
það, að þessi mikla sjósókn hafi endað snögglega, eða lagzt niður
á tímabili.
Skammt fyrir austan tangann er vik ein, sem heitir Ölvishöfn;
þar hefir verið góð lending til forna, en þar er nú uppkastað. —
Önnur vík er austur-við Þvottá, sem heitir Styrmishöfn, og hefir þar
verið útræði til þessa. Það eru til sagnir um það, að á landnáms-
öldinni hafi bræður tveir siglt frá Noregi til íslands, á sínu skipi
hvor, og hafi þeir heitið Ölvir og Styrmir; er sagt, að þeir hafi lagt
skipum sínum í þessar víkur, og að þær beri þeirra nafn síðan.
Austast í Hvalness-landi er nes, sem kallast Krossanes, og
Krossanesstindur heitir fjallið þar fyrir ofan. Ekki veit ég, af hverju
nesið dregur þetta nafn.
Austurhorn er nú hér í daglegu tali kallað Tófuhorn, og er það
nafn svo tilkomið, að þegar tófan var hér eins og fénaður, þá kom
hún fram á hornið, þegar hún var að kalla á maka sinn; þóttu það
ófögur hljóð, sem hún rak upp í myrkrinu á kvöldin; heyrðist þá oft
tekið undir langt burtu í fjarska, og héldu þær svo áfram að gagga,
þar til báðar voiu komnar út á hornið.
Tvær urðir eru hér ægilega stórar; heitir önnur Stekkjartúnsurð,.
dregur nafn af stekk, þar sem lömbum var stíað frá ám; er sagt, að
hún hafi hrapað öll í einu, þegar Tyrkir komu og rændu hér, og að
þá hafi þeir orðið hræddir og hætt við að ræna sveitina. — Hm
urðin heitir Kolbeinsurð; fékk hún nafn sitt af útilegumanni, sem
hélzt þar við um tíma, þar til hann var flæmdur burt þaðan; hafðist
hann svo við á ýmsum stöðum, lenti síðast að Vesturhorni og var
drepinn þar að endingu. Enginn vissi nein veruleg deili á þessum
manni. Hann gerði ekkert illt af sér annað en að stela sér mat,.
en allir voru mjög hræddir við hann, því að hann gekk með langan
atgeir sér við hlið og skildi hann aldrei við sig, — nema einu sinni,
er hann skildi hann eftir fyrir utan helli sinn á Horni; stukku þá
sjómenn til, náðu atgeirnum og drápu Kolbein svo með hans eigin
vopni. En yfirleitt mæltist það verk illa fyrir, þótt sumir yrðu fegnir_
Það er sagt, að Kolbeinn hafi komið í réttirnar á haustin, tekið tvo
fullorðna sauði, krækt þeim saman á hornunum, sett þá svo yfir
axlirnar á sér og farið burt með þá, og hafi enginn þorað að meina
honum það. Hann kvað hafa verið stórfenglegur í sjón, en fremur
góðlegur á svip. Það kom einnig fyrir á vertíðinni, að hann kom í
fjöru, þegar bátarnir voru að róa á sjó, og er sagt, að þá hafi hann
stokkið upp i einhvern bátinn og verið í stafni, og svo stokkið upp
úr, og tekið hlut sinn þegjandi. Hann svaraði fáu, þótt yrt væri á
hann. En svo tóku menn eftir því, að það var happ að hafa hann