Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 65
65
tókst um síðir að veiða hana í skollaboga. Sagði hann, að sér hefði
aldrei þótt vænna um nokkra veiði, og fékk hann þó oft fullan bát
af fiski.
Eftir þetta hvarf loddan hér úr Þúfuhraunstindi algjörlega, og
skömmu seinna var tófan upprætt hér einnig, svo að nú fá lömbin
að vera í friði fyrir þeim. En í Vesturhorni mun loddan hafa haldizt
við öllu lengur; er hún nú samt horfin þaðan fyrir löngu. Um síðustu
afdrif hennar þar er mér ekki vel kunnugt. — Þó vil ég segja frá
einu slysi, sem kom fyrir eina loddu úr Vesturhorni á síðustu veru-
stundum hennar þar.
Það var einn dag, að menn komu af sjó við Papaós og höfðu
lítinn fisk; skildu þeir bátana eftir úti á ósi og ætluðu að róa dag-
inn eftir; gerðu þeir að fiskinum og létu lifrina í skinnbrók, bundu
fyrir aðra skálmina og létu svo skinnbrókina liggja hjá fiskinum í
sandinum. En um morguninn eftir, þegar sjómenn koma til bátanna,
sjá þeir, hvar loddan situr hjá fiskinum og er búin að festa klærnar
á sér í skinnbrókinni með lifrinni í. Hefur hún sig þegar til flugs,
er hún verður mannanna vör, og ætlar að fljúga beint upp í Vest-
urhorn. En vindur var hvass af suðri og stóð beint af horninu;
skinnbrókin fylltist þegar af lofti, svo að loddunni veittist erfitt flug-
ið. Gengur svo um hríð, að hún nær ekki horninu. Fór svo, að kraft-
ar hennar þrutu; lét hún undan síga vindinum út og austur á sjó, og
sást það siðast til hennar, að hún hneig niður á sjóinn langt austur
á vík. — Daginn eftir fannst loddan rekin hér austur í Hvalnesskrók,
föst í skinnbrókinni. Þótti sumum hún hafa fengið makleg málagjöld.
Hvalnesi, 1. Október 1934.
Einar Eiriksson.
5