Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 71
71
arinnar af hálfu eyjarskeggja. Kærir séra Snorri Helgason, prestur í
Vestmannaeyjum, yfir því til biskups, að einn formaður hafi í tvö ár
neitað að greiða tíundina, og gekk árið 1491 dómur 12 presta um
þetta mál, og komust þeir að þeirri niðurstöðu, að samkvæmt gömlum
bréfum eigi nú eins og að undanförnu, að greiða 10. hvern fisk af
allri skreið, sem komi á land, til prestanna og kirkjunnar. Samþykkti
Stefán biskup þennan dóm.1)
Skömmu eftir að Gizur biskup tók við biskupsdómi, árið 1545,
gerðu konungsmenn tilkall til tíundarinnar, en hann lét dóm ganga um
málið, og dæmdu dómendur prestunum tíundina.2) Ekki er í þeim
dómi minnst á þriðjung þann, er runnið hafði til Skálholtskirkju. Dóm-
ur þessi mun eiga við alla tíundina, og hafa því konungsmenn haft
hann að engu, að því er Árni Magnússon segir, og hirt tíundina.
Löngu seinna, árið 1777, lét konungur prestunum eftir þriðjung
þennan af tíundinni, fyrst um sinn til 6 ára,3) og var það endurnýjað
til 3 ára 1783.4 5) Þá voru fiskleysisár og prestarnir því tekjulitlir.
Ennfremur lagði Árni Magnússon til, að erfingjar Anders Svend-
sen verði látnir taka þátt í byggingarkostnaðinum, og þeir, er síðar
hafi haft fé kirkjunnar með höndum. Þessar tillögur Árna virðast
hafa fengið lítinn byr um sinn.
Árið 1717 var kirkjan orðin ærið hrörleg, og var þá loks byrjað
á nýrri kirkjubyggingu.6) Því verki var lokið 1723,6) og var kostnað-
urinn við bygginguna goldin af tekjum kirkjunnar og samskotafé, en
að mestu leyti af konungi.7) Má telja víst, að þátt-taka ríkissjóðs hafi
til komið vegna kvartana Árna Magnússonar á meðferðinni á fé
kirkjunnar. Síðar, þegar reist var hin mikla steinkirkja, sem enn stendur,
var byggingarkostnaðurinn greiddur úr ríkissjóði, vegna þess að kirkju-
byggingin 1717—1723 var greidd af honum.8) Eins og kunnugt er,
tók Hörmangarafélagið verzlun i Vestmannaeyium og annars staðar
hér á landi á leigu um miðja 18. öld. Með félaginu og Henrik Ocksen
stiftamtmanni reis þá deila um viðhald Landakirkju. Hélt hann því fram,
að þeim bæri að sjá um viðhald kirkjunnar á sinn kostnað,1) eins og
1) Dipl. ísl. VI., 757-758.
2) Dipl. ísl. XI., 436-437.
3) Lovsaml. f. ísl. IV., 393 - 396.
4) Lovsaml. f. ísl. IV., 743, og með tilsk. 26. apr. 1786 eru þeir látnir halda
tíundinni, þar til öðru vísi verði ákveðið, Lovsaml. f. ísl. V., 255.
5) Alþ. b. ísl. IV., 32.
6) Alþ.b. ísl. IV., 34.
7) Lovsaml. f. ísl. II., 729-730.
8) Lovsaml. for Isl. II., 729.