Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 73
73 inga. Fyrir verk sitt skyldi hann fá frjálsar ferðir fyrir sig, bróður sinn og fjölskyldur beggja, og 940 ríkisdali að verkinu loknu. Af þessu átti hann að launa bróður sinn. Ennfremur átti ríkið að leggja honum til múrstein og kalk, alla flutninga á byggingarstaðinn, 6 hjól- börur, 4 handbörur, 1 vagn, 1 sleða og aktygi á 4 hesta. Flutning á efni og fólki frá Kaupmannahöfn til Vestmannaeyja tók stjórn hinnar Alm. Isl., Finmarkske og Grönlandske Handel að sér. Skrifaði rentukammer þeim Thodal stiftamtmanni og Finni Jónssyni biskupi 14. maí 1774, og skýrði þeim frá því, að efni til bygg- ingar Landakirkju og smiðir sé sent til Vestmannaeyja, og beri að byggja kirkjuna samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Lagði skipið í haf frá Kaupmannahöfn í maímánuði 1774, og kom til Vestmannaeyja í byrjun júlímánaðar. Var byrjað á uppskipun efnisins 7. júlí, en lokið við hana 22. ágúst. Var nú strax tekið til óspiltra málanna við undirbúning verk- sins. Er ennþá hægt að sjá, hvernig miðað hefur verkinu, vegna þess að Kristófer Berger gaf rentukammeri árlega skýrslu um það, sem unnið hafði verið. Skýrslur þessar eru nú geymdar í Þjóðskjalasafni, ásamt Landakirkju-skjölum, sem Danir hafa nýlega skilað. Er frásögnin um þessa kirkjubyggingu byggð á þeim skjölum. Árið 1774 var í fyrstu lagður vegur á byggingarstaðinn, og mun það vera fyrsti vísirinn að Kirkjuvegi í Eyjum. Var vegur þessi lagður vegna aðflutninga á efni, sem virðist hafa verið flutt á vagni á byggingarstaðinn. Þetta ár unnu flest 17 menn við bygginguna, en fæst tveir. Árið 1775 var stöðugt unnið, og voru við verkið 7 menn flest, en fæst tveir. Árið 1776 var unnið frá 1. janúar til 1. desember, og unnu þá flest 8 menn, en fæst tveir. Fyrir árið 1777 vantar skýrslu frá Berger, en sjá má af bréfi, dags. 8. júlí 1777, frá Hans Klog kaupmanni til Thodals stiftamtmanns, að þá hefir Berger átt eftir 3 daga vinnu af steinsmíðinni, og 7. ágúst skrifar Thodal rentukammeri, og tilkynnir, að allri steinsmíði við kirkjubygginguna sé nú lokið, og Kristófer Berger hafi í hyggju að sigla aftur í haust. í þessu sama bréfi skýrir Thodal svo frá, að ekkert sé enn byrjað á trésmíði við bygginguna, og gerir um Ieið þá fyrirspurn fyrir Hans Klog kaupmann, sem sá að nokkru um bygginguna, hvort allir innviðir megi ekki vera úr nýju timbri, þar eð ekkert úr gömlu kirkjunni sé nothæft til þeirra hluta. Hafði Klog í bréfi sinu 8. júlí 1777 talið heppilegra að smíða alt úr nýjum viði, og getið þess, að ekki mætti heldur rýja svo gömlu kirkjuna, að ekki verði hægt að halda þar guðsþjónustur meðan nýja kirkjan sé ófullgjör.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.