Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 75
75
var til um kirkfur, heldur var hún flutt á flöt skammt fyrir vestan
kirkjugarðinn.
Kirkju þessari hefir verið breytt allmikið frá því, sem var í upp-
hafi, og oft gert við hana. T. d. var gjört við hana árið 1819,1) en
einkum mun henni hafa verið breytt 1837—18382) og síðan.
Segir séra Jón Austmann,3) prestur á Ofanleiti (1827—1858):
»Kirkjan .... var sökum síns mikilsverða og fágæta útskurðarverks
og myndanna álitin að vera eitthvert hið prýðilegasta musteri hér á
landi, einkum á undan hinni seinustu umbreytingu, árið 1837—1838«.
Jóh. Gunnar Ólafsson.
Minjar um Qórðungsþing í Lóni.
Fyrir sunnan Lónsheiði er brekka ein, sem heitir Þingbrekka.
Hefir þar sennilega verið háð fjórðungsþing til forna, því það var
háð í Lóni stundum. Fyrir neðan heiðina, niðri á sléttunum, hefir
jarðvegur blásið upp ofan í aur, og sést þar lausagrjót, sem hefir
auðsjáanlega verið borið saman af mönnum, og lítur út fyrir, að þar
hafi verið 2 tóttir stórar, og lítið bil á milli. Uppi í brekkunni sjálfri
er dálítill hvammur, bogadreginn, og er laglegur grashóll í miðjum
botninum, liklega búinn til af mönnum, og er sennilegt, að fundar-
menn hafi raðað sér í brekkuna, en ræðumaður hafi staðið á hólnum.
Fyrir austan Lónsheiði er önnur brekka, sem heitir einnig Þing-
brekka; hefir fjórðungsþingið sennilega stundum verið háð þar; til-
heyrir sá staður Suður-Múlasýslu.
Svo er eitt sérstakt hraun fyrir utan Reyðará, sem heitir Þing-
hraun; eru þar nú aurar berir allt í kring. En hvort þetta hraun ber
nafn af fjórðunsþingi eða öðru þingi, veit ég ekki. Annars staðar eru
ekki nein örnefni í Lóni, sem benda á, að fjórðungsþing hafi verið
haldið þar.
Það er leitt, að Hornfirðingasaga skuli vera töpuð. Ég hefi heyrt,
að hún hafi verið skráð i forna skinnbók, og að sú bók hafi brunnið
í Kaupmannahöfn í brunanum mikla.
Það eru sagnir um það, að bardagi stór hafi verið háður undir
Almannaskarði, milli Lónsmanna annars vegar, og Nesjamanna hins
vegar, og hafi Lónsmenn haft sigur; eiga að vera þar dysjar síðan.
Einar Eiríksson.
1) í. Bfm. 442, 8vo, 10. bl„ kvæði sungið við »fullkomnun reparationar
Landakirkju«.
2) Skjöldur I. árg., 38. tbl.
3) í. Bmf. 19. fol. bls. 55-56.