Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 77
77
allar undir Staðarfell og voru allar góðar varpeyjar. Suður-af Deild-
arey er Emburhöfði, ásamt Litlu- og Stóru-Nauteyjum, og fleiri hólm-
um, sem alla fjarar í frá Emburhöfða, nema Dýjanesið, sem er fyrir
utan ytri enda Emburhöfðans. Emburhöfði er allmikið landflæmi og
hefir alla tíð verið séreign, og því ekki legið undir neina sérstaka
jörð, enda var þar byggð fram undir aldamót 1700, eftir því, sem
stendur í bréfabók Boga stúdents Benediktssonar á Staðarfelli. Síðasti
bóndinn, sem þar bjóT~HenBæring. Málaferli urðu á milli hans og
sóknarprestsins, sem þjónaði Hvammi og Staðarfelli, út-af greiðslu til
prests og kirkjugjaldi. Emburhöfða-bóndinn taldi sig eiga hægra með
að sækja kirkju að Dagverðarnesi en Staðarfelli, og vildi því eigi
greiða gjöld til sóknarprestsins í Hvammi né Staðarfells-kirkju. Mála-
rekstur þessi endaði með konungsúrskurði, og var Emburhöíða-bónd-
anum leyft að eiga kirkjusókn að Dagverðarnesi, enda skyldi hann
greiða lögboðin gjöld sín þangað, en ekki til Hvamms-prestakalls, svo
sem prests- og kirkju-tíund, ljóstoll o. fl. Eftir að byggðin lagðist niður
í Emburhöfða, hvíldi sú skylda á þeim, sem notaði Emburhöfða að
greiða prestinum í Skarðs-þingum og kirkjunni í Dagverðarnesi tíundir
af Emburhöfða, þar til lögunum var breytt um gjöld til prests og
kirkju árið 1907. í Emburhöfða sést enn fyrir túni, túngarði og bæjar-
tóftum. Af hvaða ástæðum byggðin lagðist niður þar, er mér ókunnugt,
en síðan hefir Emburhöfði verið hafður með ýmsum jörðum í Fells-
strandar-hreppi svo sem Arnarbæli, Stóru-Tungu, Ytra-Felli, og nú
siðustu 38 ár með Kjarlaksstöðum. Á þeim tíma var mikið sótzt
eftir ábúð á Emburhöfða, svo mikið, að um eitt skeið urðu málaferli
út-af ábúðinni; mun það aðallega hafa gjört, að þar var talsvert mikið
æðarvarp, yfir 30 pund dúns, og lambabeit fyrir allt að 100 lömb
að haustinu, fram undir jól, sem á þeim árum þótti mikil hlunnindi
að hafa umráð yfir. Því allt fram um síðustu aldamót voru fráfærur
tíðkaðar á hverjum bæ, og því nálega öll lömb sett á vetur, og því
aðeins fargað veturgömlu og fullorðnu sauðfé. Nú mun æðarvarp
vera lítið í Emburhöfða, og beitin aðallega notuð fyrir hesta að
vetrinum, en lítið slegið, enda eru þar fremur reitingslegar slægjur.
Suður-af Emburhöfða liggja Stóru- og Litlu-Tungu-eyjar, sem eru 6
alls, auk smá-hólma. Til forna lágu 4 af þessum eyjum undir Stóru-
Tungu (Langey, Ólafsey, Bjarnarey og Hrúthólmi), en 2 af þeim undir
Litlu-Tungu (Bjargey og Tóftarey). Fyrir meira en öld voru eyjar
þessar teknar undan þessum jörðum, sem þær bera nafn af, og byggðar
eða léðar öðrum en ábúendum jarðanna. Nú fyrir all-mörgum árum
hafa eyjar þessar verið seldar undan jörðunum og liggja því ekki
lengur undir þær, en bera aðeins nöfn þeirra. Allar þessar eyjar eru