Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 80
80
'komast þaðan lifandi, en að ég hefði meiri giftu en fyrirrennarar
mínir, svo að máttur konunnar eða fyrri ummæli hennar gætu engin
áhrif fiaft á mig. Um draum Jóns eða frásögn hans get ég ekkert
sagt annað en það, að Jón bóndi Jónsson í Purkey var mesti heiðurs-
maður, orðvar, sannsögull og að öllu leyti mjög vandaður. Mun
enginn, sem hann þekkti, ætla honum, að hann hafi búið drauminn til
eftir að hann vaknaði. En segja mætti það, að tildrög draumsins væru
þau, að Jón hefði haft, þá er hann sofnaði, sterka hugsun á þessu
málefni, sem hann lét sér svo ant um. Af þeim ástæðum hafi draum-
urinn myndazt í svefninum.
Allir þessir bændur, er í Arnarbæli bjuggu þetta tímabil, sem
sagnir þessar eru um, voru leiguliðar, nema Bogi Smith; hann erfði
Arnarbæli eftir móður sína, Ragnheiði Bogadóttur frá Staðarfelli. Að
því leyti er ekkert hægt að segja um, hvort þau ummæli konunnar
hafi rætzt, að þar skyldi enginn sjálfseignarbóndi þrífast. Hafi búskap-
ur Boga sál. verið svo laklegur, sem hann var að margra áliti, mun
það hafa stafað aðallega af því, að hugur hans hneigðist meira að
smíðum en búskap. Hann var að sögn ágætur trésmiður, og hafði
hann lagt mikla stund á það. Auk þess stundaði hann skipasmíðar,
með fl., sem að þeirri iðn laut. — Búskapurinn er svo stundarglöggur,
að fæstum hentar að hafa hann í hjáverkum, og auga bóndans verður
að vera víðsýnt, svo að búskapurinn berist ekki á hauga.
Ekki er mér kunnugt um, hve nær Arnarbæli byggðist fyrst; eru
líkur til, að það hafi verið síðar byggt en Dagverðarnes. Allt nesið,
sem Arnarbæli og Dagverðarnes standa á, hefir verið landnámsland
Kjarlaks, sem reisti bú á Kjarlaksstöðum og nam land á millum
Dagverðarár og Klofninga. Dagverðará er lækjarspræna, sem er á
milli Teigs og Ketilsstaða í Hvammssveit, en Klofningar eru fyrir
vestan ytri enda Klofningsfjalls, sem er í Klofningshreppi, og hann
dregur nafnið af. Likur eru til, að Kjarlakur hafi gefið hjúum sínum
þetta nes, og þá fyr þann hluta þess, sem Dagverðarnesi tilheyrir og
er talsvert fjær Kjarlaksstöðum en Arnarbæli. Bendir margt til þess,
að Arnarbæli hafi verið byggt talsvert síðar en Dagverðarnes.
Fornsögur vorar segja, að Auður djúpúðga og lið hennar hafi
neytt dagverðar í þessu nesi, og af því hafi jörðin Dagverðarnes
fengið nafnið; er það að öllum líkindum rétt. En hvergi sést það í forn-
sögunum, hvar það var í þessu nesi, sem þau Auður neyttu dag-
verðarins. Eru líkur til, að það hafi verið í nesi því, sem heitir Litla-
Dagverðarnes; er það í Arnarbælis-Iandi, og hefir ávalt verið. Að
nesi þessu flýtur jafnt að um fjöru sem um um flóð. Hagar því
þannig, að það er á leið, þá er farið er inn á Hvammsfjörð, hvort