Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 88
88 verið heyjað; allt slægjulandið er komið í hrís, og því ekki annað en beitiland. Þetta tinnst sumu gömlu fólki vera afturför. Undir Arnarbæli liggja margar eyjar, en sumar þeirra eru mjög smáar. Nokkrar þeirra eru á Arnarbælisvognum, og fjarar í þær allar- En meiri hluti eyjanna liggur suður og vestur frá Litla-Dagverðar- nesi, sem áður hefir verið lýst. Á Arnarbælisvognum eru þessar eyjar: Akurey (87), ásamt 6 flögum og hólmum, talsvert stór eyja, þýfð og lyngivaxin, en á sumum flögunum er talsvert gott og mikið gras. Út-af Akurey er Litla-Akurey (88), sem einnig er þýfð og lyngi- vaxin eyja. Vestur af henni er Háey (89), mjög há eyja, með klett- um allt um kring. Vestur af Háey er Skarða (90), og vestur af Skörðu er Miðmundahólmi (91), hár hólmi með klettum í kring. Allar þessar eyjar hafa aðeins lynggróður. Suður-af Háey er Háeyjarflaga (92),. sem er lítil og gróðurlítil. Suður af henni er Þrándarey (93), sem er stór eyja, hæðótt, og flóasund á milli. Henni fylgja 4 smáflögur; er nokkur slægja og beit í Þrándarey og flögunum. Vestur-af Þrándar- ey eru Hjallflögurnar (94), tvær flögur grasivaxnar; í þeim er tals- vert æðarvarp, og einnig Þrándareyju og flögum, sem henni tilheyra. — Þá eru upptaldar þær eyjar og hólmar, sem eru á Arnarbælis- vognum. — Fyrir sunnan Litla-Dagverðarnes eru þessar eyjar: Stóra- Hrísey (95), sem er skammt fyrir sunnan Litla-Dagverðarnes — að- eins sund á milli. — Stóra-Hrísey er gott varpland, en gróður eng- inn annar en lyng og ein smáfit. Fyrir austan innri enda hennar eru 2 flögur, sem heita Litla- og Stóra-Hríseyjarflaga (96). Flögurnar eru báðar grasivaxnar, og stærri flagan, sem austar er, gefur vanalega af sér mikið gras, og í báðum flögunum er talsvert varp. Suður-af Hríseyjarflögunum er Hríseyjarklettur (97), sem er hár klettur með grastó á, en engin slægja og lítið æðarvarp. Á milli flaganna fjarar, en ekki á milli þeirra og Hríseyjar, né Hríseyjarkletts. Fyrir utan Stóru-Hrísey er Hríseyjarhólmi (98), nokkuð löng, en mjó eyja, með lyngmóum, en mjög litlu grasi. Utanvert við Hríseyjarhólma er Litla- Hrísey (99). Aðalgróður á henni er lyng, svo sem á hinni. En þessar eyjar eru góðar varpeyjar. Fyrir norðan Litlu-Hrísey er Húshólmi (100); honum hallar til suðvesturs, og hann er allur grasivaxinn. Fyrir sunnan Litlu-Hrísey er Tveggja-Iamba-hólmi (101), sem er lítill hólmi, aflangur. Meiri hluti gróðursins er lyng. Fyrir sunnan hann er hólmi, sem Loðvík heitir (102); mun hólminn draga nafn af vik, sem er sunnanvert á honum; vex þar mikið af stör, og er víkin vanalega mjög loðin. Fyrir sunnan Loðvik er Barmsey (103); lág eyja, mikið til kringlótt; á henni er mýri, sem sprettur vel, en að öðru leyti er gróður á henni helzt lyng. Hún er mjög góð varpeyja eftir stærð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.