Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 88
88
verið heyjað; allt slægjulandið er komið í hrís, og því ekki annað en
beitiland. Þetta tinnst sumu gömlu fólki vera afturför.
Undir Arnarbæli liggja margar eyjar, en sumar þeirra eru mjög
smáar. Nokkrar þeirra eru á Arnarbælisvognum, og fjarar í þær allar-
En meiri hluti eyjanna liggur suður og vestur frá Litla-Dagverðar-
nesi, sem áður hefir verið lýst. Á Arnarbælisvognum eru þessar
eyjar: Akurey (87), ásamt 6 flögum og hólmum, talsvert stór eyja,
þýfð og lyngivaxin, en á sumum flögunum er talsvert gott og mikið
gras. Út-af Akurey er Litla-Akurey (88), sem einnig er þýfð og lyngi-
vaxin eyja. Vestur af henni er Háey (89), mjög há eyja, með klett-
um allt um kring. Vestur af Háey er Skarða (90), og vestur af Skörðu
er Miðmundahólmi (91), hár hólmi með klettum í kring. Allar þessar
eyjar hafa aðeins lynggróður. Suður-af Háey er Háeyjarflaga (92),.
sem er lítil og gróðurlítil. Suður af henni er Þrándarey (93), sem er
stór eyja, hæðótt, og flóasund á milli. Henni fylgja 4 smáflögur; er
nokkur slægja og beit í Þrándarey og flögunum. Vestur-af Þrándar-
ey eru Hjallflögurnar (94), tvær flögur grasivaxnar; í þeim er tals-
vert æðarvarp, og einnig Þrándareyju og flögum, sem henni tilheyra.
— Þá eru upptaldar þær eyjar og hólmar, sem eru á Arnarbælis-
vognum. — Fyrir sunnan Litla-Dagverðarnes eru þessar eyjar: Stóra-
Hrísey (95), sem er skammt fyrir sunnan Litla-Dagverðarnes — að-
eins sund á milli. — Stóra-Hrísey er gott varpland, en gróður eng-
inn annar en lyng og ein smáfit. Fyrir austan innri enda hennar eru
2 flögur, sem heita Litla- og Stóra-Hríseyjarflaga (96). Flögurnar eru
báðar grasivaxnar, og stærri flagan, sem austar er, gefur vanalega
af sér mikið gras, og í báðum flögunum er talsvert varp. Suður-af
Hríseyjarflögunum er Hríseyjarklettur (97), sem er hár klettur með
grastó á, en engin slægja og lítið æðarvarp. Á milli flaganna fjarar,
en ekki á milli þeirra og Hríseyjar, né Hríseyjarkletts. Fyrir utan
Stóru-Hrísey er Hríseyjarhólmi (98), nokkuð löng, en mjó eyja, með
lyngmóum, en mjög litlu grasi. Utanvert við Hríseyjarhólma er Litla-
Hrísey (99). Aðalgróður á henni er lyng, svo sem á hinni. En þessar
eyjar eru góðar varpeyjar. Fyrir norðan Litlu-Hrísey er Húshólmi
(100); honum hallar til suðvesturs, og hann er allur grasivaxinn. Fyrir
sunnan Litlu-Hrísey er Tveggja-Iamba-hólmi (101), sem er lítill hólmi,
aflangur. Meiri hluti gróðursins er lyng. Fyrir sunnan hann er hólmi,
sem Loðvík heitir (102); mun hólminn draga nafn af vik, sem er
sunnanvert á honum; vex þar mikið af stör, og er víkin vanalega
mjög loðin. Fyrir sunnan Loðvik er Barmsey (103); lág eyja, mikið
til kringlótt; á henni er mýri, sem sprettur vel, en að öðru leyti er
gróður á henni helzt lyng. Hún er mjög góð varpeyja eftir stærð.