Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 89
89
Fyrir innan Barmsey er Barmseyjarflaga (104), nokkuð hár hólmi'
sundið á milli er mjög grunnt. Suður- og inn-af Barmseyjarfiögu er
Öxarey (105); sem er há eyja. Á henni vex talsvert melgras, bæði
að sunnan- og vestan-verðu á henni. Þar er talsverð lundatekja, en
lítið æðarvarp. Fyrir innan Öxarey er Böðvarsklettur (106), hár klett-
ur, en þó grasivaxinn að ofan. Fyrir sunnan Öxarey eru Spjóthólm-
arnir (107). Harður straumur er á milli Öxareyjar og Spjóthólmanna,
sem heitir Spjóthólmastraumur (108) og er talsvert harður straumur,
en ekki hættulegur, því í honum eru engar grynningar. Þegar farið
er inn, verður að gæta þess, að vera undir vesturhorni litla Spjót-
hólmans, þá spýtir straumurinn beint inn. Spjóthólmarnir eru 3; einn
þeirra er allra stærstur, en tveir litlir, einkum annar þeirra. Allir
hólmarnir eru grasivaxnir, og fæst af þeim talsvert gras, einkum í
votviðra-sumrum. Æðarvarpið í þeim er heldur iítið. Fyrir sunnan
Spjóthólmana eru tvær flögur, sem báðar heita Spjóthólma-
flögur (109) og eru báðar grasivaxnar. Nokkuð fyrir austan Spjót-
hólmaflögurnar er Fleyisey1 2) (110), með háum klettum að norðanr
en hallar allri til suðurs. Meiri hluti eyjarinnar er vaxinn lyngi, að-
eins fitin að sunnan og bakkinn að norðan eru grasivaxin. í eynni
er bæði æðarvarp 'og lundatekja. Fyrir innan Fleyisey er hár hólmi,
sem kallaður er Fleyiseyjarflaga (111); er hann grasivaxinn. Þessi
smáeyja ætti fremur að kallast hólmi en flaga, því að venja er að
kalla aðeins lága og litla hólma flögur, en séu þeir háir, þá hólma.
í kringum Fleyisey er talsvert af skerjum og grynningum, sem ekki
er hægt að fara á milli, nema fyrir kunnuga menn. Fyrir sunnan
Fleyisey er Barkarnautur,1) sem er stór eyja (112), með hólum og
hæðum; sumstaðar eru mýrar á milli hólanna. Vogur gengur að vest-
an inn í eyna, og eru því tveir tangar á henni, sem stefna í vestur.
Gras er talsvert á eynni; gefur hún af sér í meðalári um 2 kýrfóður.
Einnig er þar lundatekja og æðarvarp gott. Lambabeit að haustinu
er þar heldur góð, sé ekki látið of margt í hana eða haft þar of
lengi. Sagnir eru um, að i Barkarnaut hafi verið byggð til forna og
að bóndinn, sem þar bjó, hafi heitið Börkur. Á austurenda eyjunnar
sést fyrir mjög gömlum tóttarbrotum, sem heita Barkarbýli (113), á
tanga undir barði; er þar dálítill vogur og lending góð, þá er há-
1) Svo í handr. höfundar og á uppdrætti landmælingarmanna; á sennilega
að vera Fleygisey, eyin kennd við straum, er kallazt hafi Fleygir. Sbr. nafnið
»Fleygisklettur« á uppdrætti landmælingarmanna skammt fyrir norðan Rifgerð-
ingar. M. Þ.
2) í handr. höfundar allstaðar ritað Barkanautur. Á uppdrætti landmælinga-
manna Barkarnautur, og er það efalaust rétt. M. Þ.