Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 89

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 89
89 Fyrir innan Barmsey er Barmseyjarflaga (104), nokkuð hár hólmi' sundið á milli er mjög grunnt. Suður- og inn-af Barmseyjarfiögu er Öxarey (105); sem er há eyja. Á henni vex talsvert melgras, bæði að sunnan- og vestan-verðu á henni. Þar er talsverð lundatekja, en lítið æðarvarp. Fyrir innan Öxarey er Böðvarsklettur (106), hár klett- ur, en þó grasivaxinn að ofan. Fyrir sunnan Öxarey eru Spjóthólm- arnir (107). Harður straumur er á milli Öxareyjar og Spjóthólmanna, sem heitir Spjóthólmastraumur (108) og er talsvert harður straumur, en ekki hættulegur, því í honum eru engar grynningar. Þegar farið er inn, verður að gæta þess, að vera undir vesturhorni litla Spjót- hólmans, þá spýtir straumurinn beint inn. Spjóthólmarnir eru 3; einn þeirra er allra stærstur, en tveir litlir, einkum annar þeirra. Allir hólmarnir eru grasivaxnir, og fæst af þeim talsvert gras, einkum í votviðra-sumrum. Æðarvarpið í þeim er heldur iítið. Fyrir sunnan Spjóthólmana eru tvær flögur, sem báðar heita Spjóthólma- flögur (109) og eru báðar grasivaxnar. Nokkuð fyrir austan Spjót- hólmaflögurnar er Fleyisey1 2) (110), með háum klettum að norðanr en hallar allri til suðurs. Meiri hluti eyjarinnar er vaxinn lyngi, að- eins fitin að sunnan og bakkinn að norðan eru grasivaxin. í eynni er bæði æðarvarp 'og lundatekja. Fyrir innan Fleyisey er hár hólmi, sem kallaður er Fleyiseyjarflaga (111); er hann grasivaxinn. Þessi smáeyja ætti fremur að kallast hólmi en flaga, því að venja er að kalla aðeins lága og litla hólma flögur, en séu þeir háir, þá hólma. í kringum Fleyisey er talsvert af skerjum og grynningum, sem ekki er hægt að fara á milli, nema fyrir kunnuga menn. Fyrir sunnan Fleyisey er Barkarnautur,1) sem er stór eyja (112), með hólum og hæðum; sumstaðar eru mýrar á milli hólanna. Vogur gengur að vest- an inn í eyna, og eru því tveir tangar á henni, sem stefna í vestur. Gras er talsvert á eynni; gefur hún af sér í meðalári um 2 kýrfóður. Einnig er þar lundatekja og æðarvarp gott. Lambabeit að haustinu er þar heldur góð, sé ekki látið of margt í hana eða haft þar of lengi. Sagnir eru um, að i Barkarnaut hafi verið byggð til forna og að bóndinn, sem þar bjó, hafi heitið Börkur. Á austurenda eyjunnar sést fyrir mjög gömlum tóttarbrotum, sem heita Barkarbýli (113), á tanga undir barði; er þar dálítill vogur og lending góð, þá er há- 1) Svo í handr. höfundar og á uppdrætti landmælingarmanna; á sennilega að vera Fleygisey, eyin kennd við straum, er kallazt hafi Fleygir. Sbr. nafnið »Fleygisklettur« á uppdrætti landmælingarmanna skammt fyrir norðan Rifgerð- ingar. M. Þ. 2) í handr. höfundar allstaðar ritað Barkanautur. Á uppdrætti landmælinga- manna Barkarnautur, og er það efalaust rétt. M. Þ.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.