Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 97
97
þá rennur kvísl, er heitir Bugakvísl (106). Fram-aí Austurbugum er
hálendi, er heitir einu nafni Skeiðarmanna-Fitjarásar (107). Fram-af
þeim er Fossölduver (108). Fram-af Fossöldunni er há alda, heitir hún
Fossalda (109). Hún er vesturbrún Fossárdals (110). Innst í Fossárdal
er Hrunið (111). Hefur þar dottið stórt stykki úr austurbrún Fossöldu,
og hafa af því myndazt stórkostlegar skriður, er heita þessu nafni.
í Fossárdal sjást rústir af býlinu Fossárdalur (112). Þar skammt frá
eru rústir, sem heita Frönsku-húsin (113). Voru þessi hús byggð fyrir
nokkrum árum að tilhlutun Einars skálds Benediktssonar. Húsin átti
franskt námufélag. Fram-af Fossöldu eru Rauðu-kambar (114). Vestan-
undir Fossöldu eru Bergólfsstaðir (115). Varþarbær til forna. Vestan-
við Bergólfsstaði rennur Bergólfsstaðaá (116). Fyrir vestan hana er
Lambhöfði (117). Þar var til forna stórbýlið .4s (118). Þar vestur frá er
hálendi mikið, er heitir Heljarkinn (119). Uppi á henni er Kinnarver
(120). Inn-af því er Hellukrókur (121). Framan-við Kinnina rennur
Grjótá (122); í henni er hár foss, er heitir Grjótárfoss (123). Framan
Grjótár er hár fjallgarður; heitir hann Geldingadalsfjöll (124). Austan-í
þeim er Hafragljúfur (125). Innst á Geldingadalsfjöllunum er ás, sem
heitir Kista (126). Norðvestur frá Kistu er Kistuver (127). Vestan-undir
þessum fjöllum eru upptök Þverár (128). Upptök hennar heita Þver-
árdrög (129). Gljúfur hefur Þverá gert í hálendið; heitir það Hannesar-
gljúfur (130). Fram-af Þverárdrögum er Þverárdalur (131); takmark-
ast hann að vestan af stórum fjallgarði, er heitir Hestfjöll (132).
Austurbrún þessa fjallgarðs heitir Hestfjallabrún (133), en hæsti tind-
urinn heitir Hestfjallahnúkur (134). Af honum er mikið víðsýni í
allar áttir. Norðan-undir fjöllunum er Hestfjallaver (135); þar hefur
upptök sín á, sem heitir Tunguá (136). Vestan-undir fjöllunum eru
Svinaflóð (137), en framan-undir þeim er Vinduver ((138). Suður-úr
ganga tveir ásaranar; heita þeir Keppur (139) og Njáldra (140).
Austan-við Kepp rennur á, sem heitir Grjótá (141). Framan-við þetta
hálendi er Seljadalur (142). Austur frá honum er annar dalur, sem
heitir Blakkdalur (143); er helmingur hans byggðarland, en hinn
helmingur afréttarland. Ber dalurinn nafn sitt af klettahrygg, sem
heitir Blakkur (144). Skammt innar er foss í Þverá, heitir hann
Sneplafoss (145). Rauðukamba er áður getið (nr. 114). Fram-af
þeim er hæð, sem heitir Reykholt (146). Austan í því eru óljósar
bæjarrústir. Vestan-undir Reykholti eru klappir; heita þær Flórar
(147) . í útsuður af Reykholti er klettabelti, sem heitir Vegghamrar
(148) . Norðan-við þá eru grasteygingar, er heita Guðmundarhagi (149).
Austur-við Fossá, móts við Reykholt, er grasfit; heitir hún Fjallmanna-
fit (150). Suður á sléttlendinu er holt, sem heitir Þórðarholt (151).