Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 101

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 101
101 öldu kemur Þura-kvísl (22) í hana, og myndar þar Þuru-kvís!ar-sporð (23). Kvíslin kemur upp vestan-undir Digru-öldu. Á móts við suður- enda Digru-öldu er Sultarfit fyrir austan ána. Það er tjaldstaður hjá Flóamönnum. Stóra-Laxá kemur þá innan-með Öldunni að austan úr Laxárdrögum (24). Þau eru fram-undan Vestra Rjúpnafelli (25). Suð- austur frá því er Grænavatn (26). í votviðrum rennur úr því kvísl, sem mun vera ein af upptökum Stóru-Laxár. Skammt fyrir vestan Grænavatn er Grænavatnshnúkur (27), en nokkuð þar sunnar er Tí- skildingsalda (29). í vestur frá Grænavatni er Rauðárhlíð (30). Hún nær inn að Fúlá (31) og suður að fremmri Rauðá (32). Illa-vers-alda (33) er suður af Rauðárhlíð. Austan-undir henni eru Gljárnar (34, vatns- gljár); þar kemur upp fremmri kvíslin af Rauðá og rennur vestur-af á milli Rauðárhlíðar og Illa-vers-öldu; vestan-undir öldunni er Illa-ver (35); í því myndast smákvísl, sem rennur í Fremmri-Rauðá. Neðan- við verið er Safnalda (36). Vestan á há-Rauðárhlíð er Særingsdalur (37); það er graslítill slakki. Þar kemur upp Innri-Rauðá (38); hún sameinast við þá fremmri, skammt fyrir norðan og neðan Safnöldu. Rauðárhlíðar-tjaldstaður er á milli kvíslanna við Innri-Rauðá. Þær renna svo saman til vestur-útnorðurs og í Sandá (39), austan-við Skyggni (40). Þar er krókur á ánni, Skyggniskrókur (41), og Skyggnis- alda (42) þar suður-af. Þaðan blasa mætavel við manni Kerlingarfjöll- in (43) í sinni hrykalegu fegurð, oftast með sitt kalda mjallatskrúð á kollinum. Sunnan-við þau á hálendinu ber hæst á tveimur hnúkum, Öræfaskyggni (44) og Klakk (45), og þaðan mun norðvestasta tind- inn á þeim bera hæst við himin, og er það Ögmundur (46). Þegar Þorvaldur Thoroddsen var að rannsaka Kerlingarfjöllin, þá skýrði hann þennan hnúk í höfuðið á Ögmundi Sigurðssyni, skólastjóra í Flensborg, fylgdarmanni sínum. Svo tekur við vestur af fjöllunum röð af fjöllum, háum og tígulegum. Fyrst er Tindur (47), þá Skeljafell (48) og vestast Mosfell (49). Þar sem Sandá rennur hjá Skyggni, kemur hún beint innan frá Leppistungum (50), þar sem Kerlingará (51) og Fúlá renna saman. Þær koma báðar niður úr hálendinu í afar- dimmum og djúpum gljufrum, Fúlárgljúfri (52) og Kerlingargljúfri (53). Fúlá kemur vestur-af framan-við Stóra-Leppi (54). Austan-undir honum er Öræfatunga (55); vestan-við hana er Öræfakvísl (56). Hún kemur upp á milli Öræfaskyggnis og Litla-Leppis (57), og smákvisl bætist henni á milli Leppanna. Fúlá hefur upptök sín norðan við Vestra-Rjúpnafell og sunnan-við Öræfaskyggni; vestan-við hann er Öræfaalda (58), nær niður að Öræfatungunni. — Draugakvísl (59) kemur upp hjá Klakk. Hún rennur vestan-við Rauðknllana, Eystri-Rauð- koll (60) og Vestri-Rauðkoll (ol), og Rauðkollabrún (62), þá til aust-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.