Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 103
103
að suðaustan. Hann er ávalur að sunnan, en þverhníptur að norðan
og heitir Miðhnúkur (93). Kisa (94) kemur upp undan honum, og
rennur í gljúfri austur af fjöllunum niður í Kisubotna neðri (95). Uppi
í fjöllunum norðan við fremri kvísl Kisu er Kisukollur (96), og þar niður
með ánni er Kisubotnahnúkur (97), ofan við botnana. Lítið neðar og
innar eru Efri-Kisubotnar (98); þar kemur önnur kvisl af Kisu ofan
úr fjöllunum; þar sem kvíslarnar koma saman, eru Neðri-Kisubotnar.
Þaðan rennur Kisa fram-undir Lambafell. Þar vestan-við hana er
hálendi, sem heitir Múlar (98). Kisubotnahryggur (99) er framan við
Kisu innar en Múlarnir. Þar er farið upp úr botnunum, ef stefna skal
á Leppistungur. Fyrir innan botnana er alda og hraunbelti vestur-úr
Illa-hrauni (100); á því er sandhnúkur, nær þvi kringlóttur; hann
heitir Þverfell (101); það er í mörkum á milli afréttanna. Vestur-af
því er hallandi hraunbelti niður í Jökulkrók. (102). Þar er Ölduhryggur
(103) . Suðaustan við hann er smá-klettahóll, sem kallaður er Júlli
(104) . En vestan við Ölduhrygg fremst, með bröttu klettabelti, rennur
Kerlingarspræna (105). Norðan við Jökulkrók er Blánýpa (106); það
er fjall áfast við Blánýpujökul (107, eða Hofsjökul). Suður af henni
er Blánýpusporður (108). Þar myndast Jökulkvi-1 (109) úr nokkrum
smákvíslum. Við hana nokkru neðar er Smirilshamar (110), litill
blágrýtisklettur. Þaðan er Árskarðsfjall (111) í suðri. Er það hár
fjallshnúkur, að mestu grasi- og mosa-vaxinn að neðan. Hæsti hnúkur-
inn á norðausturhorni Kerlingarfjallanna (austan Hveradala) heitir
Loðmundur (112). En háu hnúkarnir suðaustur af Loðmundi heita
Hánýpur (113). Hverdalahnúkur (114) er vestan við Hveradali.
Undir skúta austan í hnúknum er Snorrahver (115). Hann nefndi
Þorvaldur Thoroddsen lika í höfuðið á öðrum fylgdarmanni sínum,
Snorra Jónssyni frá Hörgsholti. í dölunum eru margir hverir. Innri
Árskarðsá (116) rennur niður á milli Loðmundar og Hverdalahnúks,
og þar, sem hún rennur niður í Innra-Árskarð (117), er Árskarðs-
hryggur (118). Þar er Sæluhús og tjaldstaður. Árskarðsgljúfur (119)
er með ánni fyrir ofan Árskarð. Suðvestur-undan Árskarðsfjalli rennur
Innri-Árskarðsá í Jökulkvíslina. Úr því rennur kvíslin til vesturs-út-
suðurs, og er þar nefndur Skipholtskrókur (120), þangað til Fremri-
Árskarðsá (121) fellur í hana; hún kemur þar ofan-úr fjöllum, jafnvel
eitthvað af henni ofan-úr Miðhnúk. Þar uppi í fjöllunum, suðvestur-
af Hverdalahnúk, er annar hár hnúkur, sem heitir Árskarðshnúkur
(122). — Þaðan, sem Fremri-Árskarðsá fellur í Jökulkvíslina1), blasir
1) Fremri eða Innri Árskarðsá myndar foss þar sem hún fellur í jökulkvísl;
sá foss var 1934 skírður Stjörnutoss (eftir hryssu).