Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 108
Nokkur byggðanöfn.
1. Grafningur.
Orðið grafningur er talið hafa tvær merkingar í íslenzku máli.
Það getur fyrst og fremst merkt þann verknað, að grafast eftir ein-
hverju. Þessa merkingu er orðið talið hafa á þeim eina stað í forn-
ritunum, þar sem það kemur fyrir og er ekki staðarnafn, í Stjórn,
þar sem talað er um »djúpan grafning gátu«, (sbr. orðabækur Fritzners,
Claesby-Vigfússons og Björns Halldórssonar við orðið grafningur).
En orðið getur líka merkt það, sem niður er grafið eða út er grafið,
(sbr. þýðinguna í orðabók Sigfúsar Blöndals: »Gröfter og Jordfald,
hullet Jordsmon, ru og revnet Jordbund«). Þegar orðið kemur fyrir í
staðarnöfnum má gera ráð fyrir, að það sé þessarar síðarnefndu
merkingar, að það merki stað, sem er niðurgrafinn.
Eins og kunnugt er heitir byggðarlag eitt í Árnessýslu Grafningur.
Er það nú á tímum sérstakur hreppur, Grafningshreppur, en var áður
hluti af Ölfushreppi. Eftir merkingu nafnsins mætti búast við, að sveit
þessi væri sérstaklega niðurgrafin eða aðkreppt, að hún væri djúpur og
þröngur dalur eða þvi um líkt. En þessu er ekki þannig varið. Sveitin er
engin heild hvað landslag snertir. Hún skiptist í rauninni í tvær
byggðir, hina neðri, sem liggur upp með Soginu að vestan, og hina
efri, er liggur fyrir suðvesturendanum á Þingvallavatni. Hver þeirra
hefir sinn svip og landslagið er fjölbreytilegt í báðum, þar skiptast
á sléttlendi og ásar og fell með smádölum á milli, og báðar mega
byggðirnar fremur kallast opnar en aðkreptar, enda er útsýn þar
á mörgum stöðum bæði frjáls og víð. Sveitin virðist því ekki bera
nafn þetta með réttu.
Nafnið Grafningur er fyrst nefnt í Harðarsögu, 19. kap. Þar
segir frá því, er þeir, Indriði Þorvaldsson á Indriðastöðum í Skorra-
dal og Ormur veturtaksmaður hans, ferðuðust sunnan af Vikars-
skeiði, þar sem Ormur hafði brotið skip sitt, og vestur að Indriða-
stöðum. Segir þar m. a. svo frá ferðum þeirra: »Þeir riðu allir sunnan
hjá Bakkárholti um Grafning ok Bildsfell ok svá hjá Úlfljóts-