Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 110
110
neðan Bíldsfell, en það er ekki líklegt, að þeir fáu bæir, sem þar eru
og eru dreifðir og strjálir, hafi nokkurntíma heitið sérstöku byggðar-
nafni fyrir sig. — Þetta bendir til þess, að Grafningur sé ekki
byggðarnafn í sögunni, heldur nafn á einhverjum stað, sem hefir verið
á leiðinni frá Bakkárholti og upp að Bíldsfelli. Bréfið frá 1448 virðist
einnig taka öll tvímæli af um, að svo hafi þetta verið. Samkvæmt
bréfinu er Syðri-Háls, »fyrir ofan Grafning«. Syðri-Háls, sem nú heitir
Litli-Háls, er syðsti, neðsti, bærinn í byggðinni Grafningi. Grafningur
sögunnar var fyrir neðan Litla-Háls og því í rauninni fyrir neðan
byggðina Grafning. Hann er því einhver staður á milli Bakkárholts
og Litla-Háls, og á þeirri leið getur varla verið um annan stað að
ræða, sem borið hafi slíkt nafn, en sjálft skarðið, sem vegurinn liggur
um. Litli-Háls er líka rétt fyrir ofan skarðið, svo að það á vel við,
að segja um hann, að hann sé »fyrir ofan Grafning«, ef skarðið hefir
heitið því nafni.
Skarð þetta á milli fellanna er djúpt. Samkvæmt uppdrætti
herforingjaráðsins er það 186 mtr. yfir sjávarmál, þar sem það er
hæst, en fellin til beggja handa eru miklu hærri. Kaldbakurinn, sem
gengur út úr Ingólfsfjalli og liggur að skarðinu að austan og sunnan,
er 311 mtr., en Bjarnarfell, sem liggur að skarðinu að vestan og
norðan, en 358 mtr. Skarðið er þröngt og hlíðar fellanna brattar,
beggja megin við það. Það er því mjög niðurgrafið og sannkallaður
Grafningur og hefir borið það nafn með réttu.
í fyrstu virðist þannig aðeins skarðið hafa heitið Grafningur, en
seinna fékk öll byggðin fyrir ofan skarðið þetta nafn. Það virðist
vera augljóst, að byggðinni hefir verið gefið þetta nafn neðan að,
úr Ölfusinu. Ölfusingar hafa talað um að fara »upp um Grafning«
eða »upp í Grafning«, þegar þeir áttu leið upp á bæina fyrir ofan
fjallið, og þeir hafa þá í fyrstu átt við leiðina, sem þeir fóru, skarðið
milli fellanna, en seinna hefir nafnið á leiðinni festst við byggðina,
sem leiðin lá til, við þann hluta hreppsins allan, sem farið var
til í gegnum skarðið. Á 16. öld hefir þessi breyting verið komin á
°8 byggðin búin að fá Grafningsnafnið. Er talað um Úlfljótsvatn
»í Grafningi« í bréfi frá dögum Stefáns biskups (1491—1518) og i
bréfi frá 15241). Nesjar »í Grafningi« eru nefndir 15392) og Tunga
»í Grafningi« 15453)
Sjálft skarðið, leiðin milli fellanna, hefir verið nefnt Grafnings-
1) Dipl. isl. VII. nr. 92, IX. nr. 219.
2) Dipl. isl. X. nr. 2i7.
3) Dipl. isl. XI. nr. 359.