Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 111
111
háls, í öllu falli síðan snemma á 18. öld1). Hálfdán Jónsson á Reykjum
nefnir veginn því nafni í lýsingu sinni á Ölfushreppi 1703, og segir
svo: »Á þeim vegi nefnast þessi örnefni: Djúpi-Grafningur, Æðargil
Bjarnarfell, Kaldbak etc.«2). Bjarnarfell og Kaldbakur eru fellin sitt
hvoru megin við skarðið. Æðargil er gil, sem kemur ofan úr Bjarnar-
felli. Hvort nafnið Djúpi-Grafningur þekkist enn, veit ég ekki, en mér
þykir liklegast, að það hafi verið nafn á sjálfu skarðinu. Ef svo er,
hefir Grafningsnafnið enn loðað við skarðið snemma á 18. öld, en
viðbótinni Djúpi- gæti hafa verið aukið við nafnið til þess, að
greina það frá byggðarnafninu Grafningur, sem þá hefir verið búið
að fá fulla festu.
Með þessu vona ég, að það sé sýnt, að þetta litla skarð á milli
fellanna hefir orðið til þess, að gefa allri byggðinni, neðan frá Litla-
Hálsi og alla leið upp að Nesjum við suðvesturhornið á Þingvalla-
vatni, þetta nafn, sem gefur svo ranga hugmynd um landslag hennar.
2, Stífla.
Upp úr austanverðum Fljótum í Skagafjarðarsýslu gengur byggður
dalur suður í fjöllin, sem nú á tímum er nefndur Stífla, og er það
óvenjulegt heiti á dal. Þorvaldur Thoroddsen lýsir Stíflu á þessa leið:
»StífIa er einkennileg byggð, snotur og mjög grösug, allt í kring
þverhnýpt fjöll með hrikalegum hamrabeltum og stórfönnum,
giljum og botnum, en dalbotninn er sléttur engjaflötur niður að krók-
óttu vatni neðst í dalnum. Þvert yfir dalmynnið er hólagirðing 2—
400 feta há, og hefir byggðin líklega tekið nafn af þessari stiflu;
hólarnir eru auðsýnilega gömul jökulalda, sem stór jökull hefir skilið
eptir«3). Áður hafði Kálund komið fram með þessa sömu tilgátu, að
dalurinn myndi hafa dregið nafn sitt af hólagirðingunni4). Sú tilgáta
er vafalaust alveg rétt. Landnáma sýnir það berlega, að sjálf hóla-
girðingin hét Stífla að fornu. Bárður Suðureyingur »nam land upp
frá Stíflu til Mjóvadalsár« og Þórður knappur »nam land upp frá
Stíflu til Tunguár ok bjó á Knappsstöðum«.5) Hér er Stifla vafalaust
nafn á hólagirðingunni, eins og Margeir Jónsson hefir sýnt fram á6).
Nafn hólanna hefir síðar meir fluttst yfir á allan dalinn fyrir innan
hólana. En það sem hér skal vakin athygli á er, að þessi breyting
1) Dipl. isl. VIII. bls. 709.
2) AM. 767. 4to.
3) Ferðabók IV. bls. 27.
4) Hist-topogr. Beskr. af Isl. II. bls. 88.
5) Landnáma kap. 258 og 259 sbr. Grettiss. kap. 72.
6) Árb. fornl.fél. 1927 bls. 26.