Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 114
114
bæði Þormóðsdalur og ekki síður Straumur voru langt frá Viðeyjar-
sundum. Sýnir þetta, að »með Viðeyjarsundum« hefir verið miklu
yfirgripsmeira en orðin nánast liggja til, og fallið saman við orðin
»með Sundum«, »við Sund«, »í Sundum«, sem oftast eru notuð um
þetta hérað.
Heimildirnar virðast sýna það, að hrepparnir þrír, Mosfellssveit,
Seltjarnarneshreppur og Álftaneshreppur hinn forni (nú Garða- og
Bessastaðahreppar) hafi verið nefndir einu nafni »með Sundum«.
Hvað Mosfellssveit snertir þá er auk Þormóðsdals og Gufuness,
sem áður var á minnst, Mosfell talið vera »suður við Sund*.1) Viðey,
sem þá tilheyrði Mosfellssveit, er sögð vera »með Sundum«2) eða
»í Sundum«.3) »Sundklaustur« nefndi Jón biskup Arason Viðeyjar-
klaustur í alkunnri vísu, er hann orkti, er Diðrik af Mynden tók
klaustrið.
í Seltjarnarneshreppi eru Bútsstaðir sagðir vera »við Sund«.
Núpur Jónsson, sem var einn af þeim, er tóku þátt í vígi Diðriks af
Mynden og manna hans, getur þess í viglýsingu sinni, að hann sé
barnfæddur á »Bvsstodvm nidri vid Svnd«.4) Árið 1521 er talað um
landsskyldir af jörðum Vigfúsar hirðstjóra Erlendssonar »með Sund-
um«,5) en Vigfús átti ekki aðrar jarðir, sem þar getur verið átt við,
en Engey og Laugarnes, enda eru þessar tvær jarðir sagðar vera
»sudur vid Sund« í skiptabréfi eftir Pál lögmann son hans 1570.6)
Straumur í Hraunum, sem áður var getið um, var í Álftaneshreppi
hinum forna. Auk þess er til bréf frá 1507 þar sem vottað er um
samning, sem gerður hafi verið »j ase fyrir ofan hafnarfiord .. . svdvr
vit svnd«.7) í Skarðsárannál segir, að Gissur biskup Einarsson hafi
komið út »suður við Sund«, er hann kom frá vígslu 1540,8) en af
öðrum gögnum virðist mega ráða, að hann hafi komið út í Hafnar-
firði,9) og þegar Páll lögmaður Vigfússon lét dóm ganga í Lambey
1562 um ókristilegan kaupskap Sunda- og Eyja-manna við fátækan
almúga,10) þá er líklegt, að hann hafi átt bæði við kaupmennina í
Hólminum og í Hafnarfirði.
1) Dipl. isl. IV. bls. 693 (um 1446).
2) Dipl. isl. VII. nr. 379 (1497), 569 (1502), 613, 619 (1503)
3) Dipl. isl. IX. nr. 431 (1530).
4) Dipl. isl. X. nr. 213.
5) Dipl. isl. VIII. nr. 805.
6) Alþb. Isl. I. bls. 58.
7) Dipl. isl. VIII. nr. 108.
8) Annálar 1400—1800 bls. 100.
9) Dipl. isl. X. nr. 232.
10) Fornbr. afskr. dr. Jóns Þorkelssonar i Þjóðskjs.