Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 122
122
er Smárasundið (87), breið og grösug, rennislétt lægð. Norðan við
sundið er Smárabrekkan (88), en upp af henni, ofar í skóginum, er
hjalli, sem nefnist Smáraskál (89). Framan-í Smárabrekku spretta tvær
lindir, Smáralindir (90), tærar og svalar; oft líka nefndar Silfurlindir
(91) og Brennivinslindir (92). Norður-af Smárabrekku hallar þvert fyrir,
en hún er mjög lág. Breiða-sund (93) heitir grösugur bali við ána.
Svo er skriðuhryggur. Þá Litla-sund (94). En uppi yfir sundunum
liggur hjalli, sem Skógarhjalli (95) nefnist. Lítill melur, en krappur,
sem gengur fram að ánni, er nefndur Slæma-klif (96). Rauða-hlíð (97)
heitir hér allmikil bunga á fjallinu, og þar þrýtur skóginn. Rauðu-
hliðar-eyri (98) er niður af Rauðu-hlíð, við ána. Selklif (99) heitir mjór
hjalli ofan við eyrina, en framan-í Rauðuhlíðinni. í háfjalli eru hér
enginn örnefni. Selbalar (100) eru skammt norðan-við Selklif. Norðan-
við þá er Selgilsskriða (101) og uppi af henni Selgilið (102), þver-
hnípt mjög. Eftir því fellur Selgilslœkur (103). Nautahjalli (104) er í
hlíðinni hér norður af; niður-undan honum er Kofaeyri (105) við ána,
en Kofi (106) heitir þar sunnan í skriðu og virðist vera fornar tóttir,
en fjárrétt byggð þar síðar. Skriðan heitir Fossgilsskriða (107) og er
ein af stærstu skriðuföllunum á Bleiksmýrardal. Upp af henni er
Fossgilið (108), djúpur og langur afdalur, þar sem Fossáin (109)
niðar. Norðan-við fossgil eru Fossárhjalli (110, Fossárbali (111) og
Fossáreyri (112). Því næst er stykki, sem nefnt er Lœkir (113). En í
fjalli eru hér örnefni eins og Sigurðarlág (114), Stórhóll (115),
Stekkjarbotnar (116) Stekkjargil (117), Grundargil (118), Rauðkollu-
mýri (119), Grœna-skarð (120), Stóri-melur (121), Litli-melur (122),
Bœjargil (123), Grœna-skarðs-mýrar (124), Laufhjalli (125), Mýrdalur
(126), og virðist eigi þörf á að lýsa þeim stöðum nánar. En neðra
eru Stekkur (127) og Grund (128). Og liggur Grundin fast að tún-
garði í Tungu. Kringum og uppi í Tunguöxl eru örnefni eins og
Skógarflötur (129), Skógarlág (130), Háls (131), Höfðar (132), Klauf
Fjallið þar fyrir ofan, og þó helzt á kafla norðan-við Loppuskál, er klettaberg
og giljum grafið. Þykir hugdeigum mönnum illt að koma þangað i fjallgöngum
á haustin. Þegar veður er yndislegt á vor- og sumar-kvöldum, heiðrikur himininn
og kvöldsólin varpar roðaslæðunum um efstu fjallabrúnirnar, austan megin Bleiks-
mýrardals, skín hún einnig gegnum Gönguskarðið og ná geislar hennar að
mála landið umhverfis Loppugilíð, lengra niður en sunnar og norðar, því að
minna skyggir á. Loppu gömlu hefði þvi komið illa að vera nátt-tröii, enda er
þess ekki getið í þjóðsögunni, að það hafi hún verið.
Uppi í Loppuskál er afargamalt tófugren, og þangað hefi ég gengið á
melrakkasnuðri og í fjallgöngum. Ég hefi oftsinnis staðið á hnúfutindinum
framan-við skálina og litazt um. — Þá hefi ég hvað bezt skilið þjóðina, sem
skapaði íslenzku tröllasögurnar.