Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 126
126
er Krókatjörn (24). Sunnar í Geiraldslæk heitir Stóra-lón (25); vestan
við það er Vonda-flá (26). Geiraldslækur kemur þar austan-að; heitir
Nýpupollur (27) lón í honum stutt fyrir neðan Nýpurnar. Nýpur (28)
heitir einu nafni svæðið frá Fitjá að norðan og fram að Atlalæk
(29). Geiraldsgnýpa er norðust. Atlalækur kemur úr Valdavatni, sem
er á Viðidalstunguheiði, og rennur ofan í Arnarvatn. Norðan-við
Nýpupoll er Nýpupollshóll (30). Fyrir norðaustan hann er Bugatjörn
(31); úr henni rennur Bugalækur (32) fyrir vestan Geiraldsgnýpu
norður í Fitjá; þar heita Fitjárbugar (33), sem lækurinn fellur í ána.
Framarlega í Austurá er Neðra-Þúfulón (34); þá Efra-Þúfulón (35)
framar; næsta lón þar fyrir framan er Langa-lón (36), svo er Litla-
Arnarvatn (37), sem er líka lón í Austurá; við norðausturhornið á
því eru Skálamóar (38). Frá Litla-vatninu að Arnarvatni stóra (39) eru
ca. 50 m., þar sem það er stytzt. Riminn á milli vatnanna heitir
Grandi (40); austarlega á honum, á Stóra-Arnarvatns-bakkanum, er
steinn, sem heitir Strákur (41). Nokkru austar er Skálavik (42);
að austanverðu við hana er Skálatangi (43); þar er leitamannakofi.
Beint norður frá honum er Hnúfabak (44); það er stór hæð, sem er
mjög viðsýnt af. Fyrir norðvestan það er Tjaldhóll (45). Nokkru fyrir
austan skálatanga við Arnarvatn er Djúpa-vík (46); austar er Atlavík
(47); í henni er Atlavikurhólmi (48). Fyrir sunnan Atlalæk er berg-
höfði, sem heitir Grettishöfði (49). Fyrir sunnan höfðann eru Grettis-
tóftir (50). Fyrir neðan þær er Grettistangi (51); gengur hann vestur
í Arnarvatn. Fyrir sunnan Grettistanga er Buðará (52); hún kemur
austan af Stóra-sandi. Suðausturhormð af Arnarvatni heitir Skamm-
árvík (53). Á víkinni er hólmi, sem heitir Landeyja (54). Skammá
(55) kemur úr Réttarvatni (56) og rennur ofan i Arnarvatn. Við hana
er sæluhús. Réttarvatn er suðaustur af Arnarvatni; austur í það
gengur tangi, sem heitir Réttarvatnstangi (57). Þar er fjárrétt Draga
þar í sundur fé sitt á hverju hausti Miðfirðingar, Víðdælingar og
Borgfirðingar. Vestur-undan Grettistanga eru hólmar í Arnarvatni;
þeir heita einu nafni Eyjar (58). Hjá þeim lágu, að sögn, net Grettis,
er hann synti eftir þeim. Suðvestur-hornið af Arnarvatni heitir
Sesseljuvik (59). Fyrir norðan Sesseljuvik er Grunnavík (60). Þar fyrir
norðan rennur Austurá úr Arnarvatni. Fyrir suðvestan Arnarvatn er
Svarta-hæð (61); á henni er steinn, merktur með L. 11. Þar eru landa-
merki milli Miðfirðinga og Borgfirðinga. Allt landið milli Austurár
og Fitjár og frá Aðalbóls-heimalandi fram að Arnarvatni er kallað
einu nafni Kjálki (62). Fyrir norðvestan Svörtu-hæð er Gunnarssona-
vatn (63). Eru gömul munnmæli, að þar hafi bræður tveir veitt sil-
ung með öfugum uggum, borðað hann og dáið af. Úr vatninu rennur