Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 130

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 130
130 litlu víkina sunnan höfðans og norðan Grettistanga, heldur fellur hún i vatnið nokkru fyrir sunnan Grettistanga. En vert er að athuga þetta betur á staðnum. Þess má geta um Grettishöfða, að munnmæli voru um það, að þar hefði Þorbjörn öngull grafið niður höfuð Grettis, sem hann ætlaði að reiða með sér til alþingis, sbr. upphaf 84. kap. í Grettis-sögu. Þessi munnmæli koma fram í bók Benedicte Arnesen-Kall (dóttur Páls Arnesens), Smaaskizzer fra en Islandsreise i Sommeren 1867, I., bls. 162—63, og í bók drs. Pauls Herrmanns, Inner- und Nordost-Island, bls. 120; áleit hann, að munnmælin kynnu að vera rétt og að nafn höfðans kynni að hafa valdið því, að hin upprunalega frásögn um það féll í gleymsku. Þetta er vitanlega allsendis ólíklegt. Sagan geymir hina fornu frásögn, sem ekki er ósennileg. Þorbjörn fer á stað að heiman, frá Viðvík, og hefir höfuðið með sér. Þegar hann er kom- inn á veg, spyr Halldór Þorgeirsson, mágur hans, hann að þvi, hvort þeir skyldu hafa höfuðið með sér til alþingis, og er Þorbjörn sagðist ætla að hafa það með, kvað Halldór það óráð. »ÖnguII lét þá taka höfuðit ok grafa niðr í sandþúfu eina; er þat kölluð Grettisþúfa«. Segir ekki í sögunni, hvar sú þúfa hafi verið. Þeir »ætluðu at ríða Sand suðr«, segir í sögunni; hafa farið fram Skagafjörð (Blönduhlíð) og upp Mælifellsdal, og að líkindum hafa þeir þegar á fyrstu dagleið eða fyrsta áfangastað grafið niður höfuðið. Það er engin ástæða til að ætla, að þeir hafi reitt það suður að Arnarvatni (á Grettishöfða) né suður á Stóra-Sand.J) Sagan gefur ótvírætt í skyn, að þeir Þor- björn og Halldór hafi talað um höfuðið, og að Þorbjörn hafi þá grafið það í sandþúfuna, áður en þeir voru komnir suður á Sand, en að vísu eftir að þeir voru »komnir á veg«, þ. e. lagðir á stað frá Við- vík. — Síðar í sama kapítula sögunnar segir, að höfuð Grettis hafi verið grafið heima að Bjargi að kirkju. Er það einnig allsendis senni- legt; hefir Ásdís, móðir Grettis, látið sækja höfuðið til að grafa það að kirkju sinni heima og í vígðri mold, viljað það heldur en að láta flytja það norður að Reykjum á Reykjaströnd, þar sem Grettir hafði verið grafinn að kirkju. — En að grafa hann upp þar og flytja einn- ig að Bjargi, það gat naumast komið til mála og því síður til framkvæmda. Dr. Paul Herrmanngetur þess í bók sinni, Inner-und Nordost-Island, bls. 117, að skálinn á nesinu, sem gengur sunnan í vatnið milli Skammárvíkur og Ceciliuvíkur, þ. e. fiskiskáli Húsfellinga, heiti Grettis- 1) Eins og R. C. Boer hefir álitið, sbr. útg. hans af Grettissögu, bls. 293, neðanmáls. Sbr. einnig Islands-Beskrivelse Kálunds, II., 51.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.