Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 131
131
skáli og eigi að hafa verið byggður af Gretti; segir hann, að skálinn
sé árlega endurbættur (af Borgfirðingum). Herrmann hefir farið mjög
eftir skýrslu Þorv. Thoroddsens, en Þorvaldur segir þar, að við Ceciliu-
vík, þarna á sama nesinu, hafi verið skálarúst (ekki skáli); var hann
þar 1898, en Herrmann 1911. En Herrmann vitnar ekki heldur í
skýrslu Thoroddsens um þetta, heldur í bók eftir Ebenezer Henderson,
og það er Henderson, sem segir þetta um Grettisskála í bók sinni,
Iceland (II., 199, Edinb., 1818), sem hann ritaði um ferðir sínar hér
1814—15. En það er vafasamt, hvort Grettisskáli sá, sem Henderson
á við, sé sá hinn sami, sem Herrmann virðist eiga við og segir sé
á nesinu, er gangi sunnan í vatnið, því að Henderson kemst svo að
orði: »Near its (þ. e. Arnarvatns) eastern extremity we were shewn
a small house« o. s. frv. Virðist af þessum orðum líklegra, að Hender-
son eigi við sama »Grettisskála« og Kristleifur Þorsteinsson, enda er
ekki alveg fyrir það synjandi, að nyrzti kofinn þar hafi enn verið
endurbættur og notaður á þeim árum, er Henderson var hér; en
hins vegar er þó ekki líklegt, að sunnanmenn (Borgfirðingar, »those
who come hither from the south country«) hafi gert það, því að þeir
munu ekki hafa átt veiðirétt þar austast í vatninu; virðist því sem
ruglað muni saman í bók Hendersons »Grettisskála« við austurenda
vatnsins, þeim sem Kristleifur á við, og fiskiskála Húsfellinga (og
annara sunnanmanna) við Ceciliuvík, sem sennilega hefir verið endur-
bættur og notaður árlega um það leyti, sem Henderson var hér. — Mun
það hafa verið sami skálinn, sem getið er í »Veiðimannaþætti« í
þjóðsögum Jóns Árnasonar, I., 179—80; er þar sagt frá viðureign
Bjarna skálds Jónssonar frá Húsafelli og þeirra Þórhalla, lagsmanns
hans, við tröll-karl og- kerling hjá fiskiskálanum. — Eigi Henderson
við þann skála, fiskiskálann við Ceciliuvík, hefir hann ekki sagt rétt
til um það, hvar hann er við vatnið, eða verið villtur á áttum þar,
og mun það raunar sennilegast.
Matthias Þórðarson.
9*