Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 132
Skýrslur.
I. Aðalfundur 1932.
Hann var haldinn laugardaginn 17. Des., kl. 5 síðdegis í kirkju-
sal Þjóðminjasafnsins.
Formaður setti fund og minntist 7 félagsmanna, er látizt höfðu
síðan á næsta aðalfundi á undan, en þeir voru þessir:
Bernhard Salin, fyrv. fornminjavörður í Stokkhólmi.
August Flygenring, fyrv. kaupmaður og alþm., Kaupmannahöfn.
Bertha Phillpotts, dr. phil. í Cambridge.
Sigurður Þórðarson, fyrv. sýslumaður.
Steíán Guðmundsson, fyrv. verzlunarfulltrúi, Fáskrúðsfirði.
F. Burg, prófessor í Hamborg.
Heinrich Erkes, bókavörður í Köln.
Bernhard Salin hafði verið heiðursfél., Burg og Erkes ársfélagar,
en hin 4 ævifélagar. — Fundarmenn minntust hinna látnu félags-
manna og stóðu upp úr sætum sínum.
Því næst gerði formaður grein fyrir störfum félagsins á árinu
og skýrði frá útgáfu árbókar fyrir það ár; var hún nú fullprentuð.
Reikningur félagsins fyrir árið 1931 var lesinn upp og lagður
fram. Var fastasjóður þess í árslokin 3500 kr. í verðbréfum. Auk þess
átti félagið 787,15 kr. í sparisjóði í Landsbankanum. Síðan skýrði
féhirðir frá fjárhag félagsins svo sem hann var þá, í árslokin 1932.
í stað Sigurðar heitins Þórðarsonar, er verið hafði endurskoð-
andi félagsins nokkur ár, var Þorsteinn Þorsteinsson kjörinn endur-
skoðandi.
Formaður skýrði frá því, að Margeir kennari Jónsson hefði sent
félaginu handrit af 4. hefti rits síns um torskilin bæjanöfn á Norður-
landi; er það hefti um bæjanöfn í Þingeyjarsýslu. Taldi formaður
æskilegt, að félagið gæfi út rit þetta sem fylgirit með árbók sinni
eða í hennar stað næsta ár, því að vart myndi fé fyrir hendi til að
gefa það hvort-tveggja út. Mæltu þeir séra Einar Thorlacius og séra
Magnús Helgason með því, að heftið yrði gefið út. Bar þá formaður