Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 134
134
félagsmanna annara: A. G. Collingwoods, Ágústs Jónssonar bókbind-
ara, próf. Guðm. G. Bárðarsonar, Hallgríms Davíðssonar verzlunarstj.
og Þorsteins bónda Þórarinssonar á Dumboddsstöðum. Stóðu fundar-
menn upp og minntust hinna látnu.
Því næst skýrði formaður frá bókaútgáfu félagsins og lagði
síðan fram endurskoðaðan reikning yfir tekjur þess og gjöld á árinu
1933. Var fastasjóður félagsins í árslok 3500 kr. eins og áður, en
auk þess átti félagið í sjóði 940,77 kr.
Loks skýrði formaður frá örnefnasöfnun félagsins á umliðnu ári
fyrir styrk þann, er til hennar hafði verið veittur úr sáttmálasjóði.
Fleira var ekki tekið fyrir, og sagði formaður fundi slitið.
IV. Aðalfundur 1935.
Hann var haldinn s. st. laugard. 23. Nóv., kl. 5 síðdegis.
Formaður setti fund og minntist félagsmanna þeirra, sem látizt
höfðu síðan síðasti aðalfundur var haldinn. Voru það þeir
Daníel Bergmann, fyrrum kaupmaður á Sandi,
Einar Helgason, garðyrkjustjóri,
dr. Hannes Þorsteinsson, þjóðskjalavörður,
Tryggvi Þórhallsson, bankastjóri,
Þorl. H. Bjarnason, yfirkennari.
Minntust fundarmenn þessara Iátnu fálagsmanna og stóðu upp.
Því næst lagði formaður fram endurskoðaðan reikning félagsins
fyrir árið 1934. Átti félagið í árslok 3500 kr. í fastasjóði og 131,07
kr. í peningum í Landsbankanum. Skýrði formaður því næst frá
ástæðunum til þess, að árbók kom ekki út á árinu; hefði fjárhagur
félagsins ekki leyft meiri bóka-útgáfu en framkvæmd hefði verið,
registurs yfir árbækur félagsins næst-fyrstu 25 árin. Hefði útgáfukostn-
aður orðið greiddur af tekjum síðustu ára, en kostnaður við að semja
registrið hefði orðið að takast af tekjum yfirstandandi árs. Fjárhagur
félagsins hefði því ekki leyft útgáfu neinnar árbókar þetta ár, en
væntanlega gæti félagið gefið út á komandi ári, 1936, árbók, sem
yrði þá fyrir árin 1933—1936. — í stað árbóka árin 1933 og 1934
hefðu félagsmenn fengið rit Margeirs Jónssonar um bæjanöfn i Þing-
eyjarsýslu og registur yfir árbækur félagsins 1905—1929.
Embættismenn félagsins og varamenn þeirra voru endurkosnir
aðrir en séra Magnús Helgason, féhirðir félagsins, er baðst undan
endurkosningu, sem féhirðir. Var í hans stað kosinn Jón Ásbjörnsson
hæstaréttarmálaflutningsmaður. Fulltrúar voru kosnir þeir Einar Arn-
órsson, séra Magnús Helgason og dr. Sigurður Nordal, og í stað drs.