Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 135
135
Hannesar Þorsteinssonar var kosinn fulltrúi til 2 ára Jón Ásbjörns-
son.
Loks gaf formaður skýrslu um örnefnasöfnun félagsins á umliðnu
og yfirstandandi ári. Hafði nokkurt fé verið veitt til hennar úr sátt-
málasjóði.
Að loknum þessum fundarstörfum sleit formaður fundi.
V. Aðalfundur 1936.
Hann var haldinn á sama stað þriðjudaginn 12. Maí, kl. 5 síðd.
Formaður setti fund og minntist fráfalls séra Sigurðar Gunnars-
sonar, fyrrum prófasts, er verið hafði í félaginu frá upphafi. Fundar-
menn minntust hans með því að rísa upp úr sætum sínum.
Formaður skýrði frá fjárhag félagsins, las upp reikning þess fyrir
siðast-liðið ár, samþykktan og endurskoðaðan, og lagði hann siðan fram
til athugunar. Átti félagið við árslok 892,68 kr. í sparisjóði, auk hins
fasta sjóðs, 3500 kr. í verðbréfum.
Því næst skýrði formaður frá útgáfu árbókar félagsins fyrir árin
1933—1936 og kvað prentun hennar nær því lokið. Kynnti hann
fundarmönnum nokkuð innihald hennar.
Sömuleiðis skýrði formaður nokkuð frá því, hversu örnefnasöfn-
un félagsins hefði gengið síðan síðasti aðalfundur var haldinn. —
Loks gat formaður um nokkur bókaskipti félagsins við erlend félög.
Er árbók félagsins nú send allmörgum vísindafélögum og stofnunum.
Að fundarstörfum loknum sleit formaður fundi.
VI. Reikningur hins islenzka Fornleifafélags árið 1932.
Tek j u r:
1. Sjóður frá f. á.:
a. Verðbréf.........................kr. 3500 00
b. í Landsbankanum..................— 787 15
2. Styrkur úr ríkissjóði...............................
3. Greidd árstillög....................................
4. Seldar bækur........................................
5. Vextir:
a. Af verðbréfum.......................kr. 162 50
b. í Landsbankanum.....................— 57 09
6. Gróði af útdrætti og kaupum verðbréfs
kr. 4287 15
— 800 00
— 277 05
— 79 40
— 219 59
— 25 25
Samtals kr. 5688 44