Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 6
10 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þessarar yfirbyggingar eða gerð. Hið eina er, að 1692 er komin hurð með panelverk, á járnum og með lokuskrá, fyrir framan sáluga herra biskupsins, meistara Jóns Vigfússonar, legstað. Bps. B VIII 5, bls. 109. Enn má nefna Mælifellsannál, er við árið 1690 segir, að biskup vav grafinn innan kirkju í útbrotinu á múrnum bak við altarið, hvar hann sjálfur hafði sér legstað kosið. Ann. Bmf. I bls. 572. Úttektin 1692 gefur til kynna, að hann hafi verið grafinn utan kirkju og því er sett hurð í kórvegginn. 1 ferðabók þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar segir, að hinn gamli múr um kirkjuna sé nokkuð laglegur og gerður af fer- strendum höggnum steinum. Kalkbindingin er sögð vera endingar- góð. Segja menn, að kalkið muni hafa verið brennt úr skeljum. Þetta halda þeir félagar óvíst, þótt notaðar hafi verið óbrenndar skeljar til íblöndunar. Reise igiennem Island II, Sor0e 1772, bls. 735, sbr. 65U. Síðustu markverðar heimildir, sem hér verða notaðar, eru annars vegar í Höskuldsstaðaannál, en hins vegar í ritum síra Þorsteins Pét- urssonar, Lagagriplu og Sjálfsævisögunni. Lúta þær að byggingu þeirrar steinkirkju, er nú stendur að Hólum og eru samtíða smíð hennar. í Höskuldsstaðaannál kemur skýrt fram við árið 1757, að múrinn ljúki þá um kórinn á Halldórukirkju. Ann. Bmf. IV bls. 502. Virðast lýsingarnar frá 18. öld gefa til kynna, að múrinn sé þá enn furðu heillegur og þó nokkurt mannvirki, þar eð í honum sjást glugga- tóftir og jafnvel stigaþrep. í Höskuldsstaðaannál segir svo við árið 1759, að þá hafi verið farið að grunnmúra steinkirkjuna og hafður fyrir undirstöðu grund- völlur gamla múrsins að austan- og sunnanverðu, en nyrðri hliðar- veggur lagður nær því eftir miðju kirkjugólfi eða nokkru norðar. Var nýja kirkjan þá færð til austurs og suðurs, en allar stúkur eða útbrot af felld. Ann. Bmf. IV bl. 507-8. Þessi heimild er hin mikilsverðasta, því hún tengir steinkirkjuna ótvírætt við múr Auðunar rauða, og segir berum orðum, að undir- stöður SA-horns kirkjunnar séu undirstöður múrsins. 1 heimildum síra Þorsteins er ekki jafngreinilega komizt að orði. í þeim báðum kemur fram, að kirkjunni hafi verið skekkt til suðurs og gekk annar undirstöðugröfturinn fram eftir miðju kórgólfi, norð- an til við altarishornið. Var grafið undir hönd meðalmanni og rask- aðist því grafarró biskupa 17. aldarinnar, þeirra á meðal Jóns Vig-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.