Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 8
12 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS gæti gefið til kynna, að kórinn væri allmiklu lengri um 1600 en stöpullinn, sem óefað var 17 álnir. Til er heimild, sem virðist styðja þetta. Um veturinn 1585-6 varð sá atburður, að Vigfús Jónsson prests að Siglunesi hengdi sig á þver- bita í kórnum á bak við altarið, „en fyrir innan múrinn“. Heimild þessi er Sjávarborgarannáll og því ung og þá ef til vill vafasöm. Ann. Bmf. IV bls. 241, sbr. I 170, III 49. Gæti eftir þessu virzt sem svo, að kórbyggingin hafi þá náð austur fyrir múrinn, og mætti ætla, að múrhúsið, sem getur í Sigurðar- registri, hafi þá verið austasti hluti þeirrar byggingar. Af öðrum heimildum um byggingu Péturskirkju skal hér aðeins bent á Brevis Commentarius Arngríms lærða, þar sem skýrt er frá, að í „atrium“ eða stöpli séu 5 súlur hvorum megin 14 álnir að hæð, en 5 í ummáli. Bibl. Arnam. IX 60, Samtíð og saga VI 61. Þvermál þeirra ætti þá að vera um 1.55 alin. Væri þá ríflega 2l/o alin milli súlna, eða 4 stafgólf milli endasúlna; séu reiknaðar sömu álnir í Syrpu og Brevis Commentarius. Mál Halldórukirkju eru þekkt með nokkurri vissu. 1 úttektinni 1685 er kórinn sagður vera 5 stafgólf, framkirkjan 6 og stöpullinn 8. Bps. B VIII 5, bls. 37 áfr. og 75 áfr. Greinileg mál á kór og framkirkju eru tilgreind 1741. Kórinn er sagður að lengd 20 álnir, breidd 9 álnir, hæð7% álnir; útbrot að sunn- an 2% álnir að breidd, að norðan 2% álnir. Framkirkjan er sögð að lengd 20% álnir, breidd 111/4 álnir, hæð 9% álnir; útbrotin hvort um sig að auki 3% álnir að breidd, en hæð 4% álnir. Bps. B VIII10, bls. 3-4. Því miður eru engin mál gefin upp á forkirkjunni. Hæð sú, sem tilgreind er, mun að sjálfsögðu vera vegghæð. í Lagagriplu síra Þorsteins eru heildarmál kirkjunnar sögð vera: 49 álnir að lengd, 15 álnir að breidd, en 18—20 álnir að hæð. Ævi- saga Jóns Þorkelssonar I bls. 199. Eigi er tiltekið um álnir þær, er reiknaðar eru 1741, að séu íslenzk- ar, né heldur í Lagagriplu síra Þorsteins. En sennilegast er að gera ráð fyrir því og svo hinu, að um innanmál ræði skvt. landsvenju. Ásamt framangreindum heimildum skal notuð umsögn Árna bónda Sveinssonar á Kálfsstöðum um byggingarleifar, er fundust í tveimur grafarstæðum, en svar hans við fyrirspurn minni er hér sett sem sérheimild á eftir meginmáli. Önnur gröfin er 14 m vestur frá kirkju (40,66 m frá NA-horni hennar) og um 4 m norðar, og er um 2 m á breidd. I henni fundust
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.