Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 8
12
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gæti gefið til kynna, að kórinn væri allmiklu lengri um 1600 en
stöpullinn, sem óefað var 17 álnir.
Til er heimild, sem virðist styðja þetta. Um veturinn 1585-6 varð
sá atburður, að Vigfús Jónsson prests að Siglunesi hengdi sig á þver-
bita í kórnum á bak við altarið, „en fyrir innan múrinn“. Heimild
þessi er Sjávarborgarannáll og því ung og þá ef til vill vafasöm. Ann.
Bmf. IV bls. 241, sbr. I 170, III 49.
Gæti eftir þessu virzt sem svo, að kórbyggingin hafi þá náð austur
fyrir múrinn, og mætti ætla, að múrhúsið, sem getur í Sigurðar-
registri, hafi þá verið austasti hluti þeirrar byggingar.
Af öðrum heimildum um byggingu Péturskirkju skal hér aðeins
bent á Brevis Commentarius Arngríms lærða, þar sem skýrt er frá,
að í „atrium“ eða stöpli séu 5 súlur hvorum megin 14 álnir að hæð, en
5 í ummáli. Bibl. Arnam. IX 60, Samtíð og saga VI 61. Þvermál þeirra
ætti þá að vera um 1.55 alin. Væri þá ríflega 2l/o alin milli súlna, eða
4 stafgólf milli endasúlna; séu reiknaðar sömu álnir í Syrpu og Brevis
Commentarius.
Mál Halldórukirkju eru þekkt með nokkurri vissu. 1 úttektinni
1685 er kórinn sagður vera 5 stafgólf, framkirkjan 6 og stöpullinn
8. Bps. B VIII 5, bls. 37 áfr. og 75 áfr.
Greinileg mál á kór og framkirkju eru tilgreind 1741. Kórinn er
sagður að lengd 20 álnir, breidd 9 álnir, hæð7% álnir; útbrot að sunn-
an 2% álnir að breidd, að norðan 2% álnir. Framkirkjan er sögð að
lengd 20% álnir, breidd 111/4 álnir, hæð 9% álnir; útbrotin hvort um
sig að auki 3% álnir að breidd, en hæð 4% álnir. Bps. B VIII10, bls. 3-4.
Því miður eru engin mál gefin upp á forkirkjunni.
Hæð sú, sem tilgreind er, mun að sjálfsögðu vera vegghæð.
í Lagagriplu síra Þorsteins eru heildarmál kirkjunnar sögð vera:
49 álnir að lengd, 15 álnir að breidd, en 18—20 álnir að hæð. Ævi-
saga Jóns Þorkelssonar I bls. 199.
Eigi er tiltekið um álnir þær, er reiknaðar eru 1741, að séu íslenzk-
ar, né heldur í Lagagriplu síra Þorsteins. En sennilegast er að gera
ráð fyrir því og svo hinu, að um innanmál ræði skvt. landsvenju.
Ásamt framangreindum heimildum skal notuð umsögn Árna bónda
Sveinssonar á Kálfsstöðum um byggingarleifar, er fundust í tveimur
grafarstæðum, en svar hans við fyrirspurn minni er hér sett sem
sérheimild á eftir meginmáli.
Önnur gröfin er 14 m vestur frá kirkju (40,66 m frá NA-horni
hennar) og um 4 m norðar, og er um 2 m á breidd. I henni fundust