Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 11
AUÐUNN RAUÐI OG HÓLAKIRKJA
15
var hann rifinn og efnið notað. í Ferðctbók Sveins Pálssonar, bls. 130,
segir, að kirkjugarðurinn um þessa fögru kirkju sé ógirtur. Virðist
það geta gefið til kynna, að tínt hafi verið grjót úr honum í sambandi
við kirkjusmiðina og notað til fyllingar.
Steinkirkjan, -sem nú er, hefur orðið nokkuð dýr, þar sem hún
meðal annars kostaði það, að múr frá miðöldum, önnur elzta bygg-
ingaleifin á Hólum og nokkuð stæðileg eftir lýsingum 18. aldar, er
látinn hverfa. Eini vottur þess, að menn hafi reynt á miðöldum að
reisa grunnmúrað hús.
Um múrinn sjálfan skal tekið fram, að hugsanlegt geti verið, að
hann hafi myndað boga, apsis, í austur, en úr því er ekki hægt að
skera, nema einhverjar sýnilegar minjar þess finnist. Ólíklegt er
þetta atriði þó, þar sem grunnurinn að öllum líkindum er frá því um
1280 og því fremur mótaður af enskum áhrifum.
Hins vegar er ljóst, að altarið, sem nú er í kirkjunni, stendur engan
veginn á sínum upphaflega stað, sé það frá miðöldum. Til þess að
skera úr um það, þarf mjög ítarlega rannsókn. Eitt er þegar tor-
tryggilegt; það, að engin vígslumörk sjást á plötunni láréttu, er
myndar borðið. 1 úttektinni 1763, Bps. B VIII 18, segir aðeins: „Al-
teret opmuuret af Skiór Steen, udi bredden 2. alen 1. tom. udi Længden
2% alen, udi höyden 2 alen 4. tom. Postementet under alter Tavlen
19. tom. alteret overstryget med Röd Farve.“ Og 1765 segir: „Altarið
uppmúrað af höggnum steini, sama slags og kirkjan er uppbyggð
af.“ Hins vegar hlyti nýtt altari að hafa svipað breiddar- og hæðar-
mál og hið forna háaltari Auðunar rauða, þar sem nota varð sömu
skreytingar og til forna, þ. e. brík og fordúk. Nákvæm rannsókn á
staðnum mundi sennilega leiða í ljós, að um nýtt altari sé að ræða,
en ef til vill notaðir fornir steinar að einhverju leyti, sbr. Safn til
sögu Islands V, nr. 6, bls. 296 áfr.
Af rannsókn þessari og framsetningu staðreynda leiðir það, að
mjög svo verði að efa, að framsetning Safns til sögu íslands V, nr. 6
sé rétt, þótt það að ýmsu öðru leyti sé merkt og gagnlegt rit. Meðal
annars er ákaflega vafasamt, hvort bein Jóns biskups Arasonar og
sona hans hafi fundizt — svo vafasamt, að hyggilegast er að álíta
þau ófundin.
Að endingu er mér skylt að þakka Árna Sveinssyni á Kálfsstöðum,
sem fljótt og drengilega gerði nauðsynlegar mælingar á staðnum um
hávetur til þess að gefa mér nákvæmar upplýsingar vegna fyrir-