Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 24
28 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hverir. ÞaS er leitt neSanjarðar eftir rás, sem gerð er úr grjóti á sama hátt og laugin. Árið 1733 skemdist vatnsrásin í landskjálfta. Sira Finnur prófastur Jónsson, síðar biskup í Skálholti, gerði við hana, en hún hefir síðan gengið úr lagi á ýmsum stöðum. Þegar í laugina er komið, er heita vatninu hleypt í hana gegnum lítið gat, og þegar nóg er komið, er því lokað með steini og rennur þá vatnið eftir sínum venjulega farvegi niður dalinn. í botni laugar- innar er annað gat og um það er vatninu hleypt úr lauginni og með þessu móti er henni stöðugt haldið hreinni. I flestum lýsingum þessarar frægu laugar er sagt, að köldu vatni sje einnig hleypt í hana til kælingar. En þetta er ekki rjett, og þarna í grendinni er ekkert kalt vatn, svo að til daglegrar notkunar er ekki um annað vatn að ræða en úr heitum lindum. Þeir sem laugina nota, verða að bíða unz nægilega hefir kólnað í henni. Er þá gengið niður rið og má hafa svo djúpt í henni sem vill, en þó ekki yfir fjögur fet. Með því að gólfið fer hækkandi frá miðdepli, verður eftir því grynnra sem fjær honum dregur, og út við bekkinn er það ekki dýpra en svo, að barn getur staðið þar. Fyr á tímum var það siður að alt heimilis- fólkið færi í laug í senn, konur og karlar, og sumstaðar á landinu helzt sá siður enn í dag. Vegna þess hve Snorralaug er lítið notuð, var hún í nokkurri van- hirðu, þegar jeg sá hana. Vatnið var gruggugt og allmikil mold hafði safnast á botninum. Þegar jeg hafði látið í ljósi þá ósk að mega baða mig í henni, var tappinn tekinn úr afrásinni og vatn úr Skriflu látið renna gegnum hana hindrunarlaust alla nóttina. En að morgni þess 26. júní fór jeg niður í hana úr tjaldi mínu og hafði þá tækifæri til þess að njóta til fulls þeirra gæða og þess munaðar að fara í laug.“ 12) 9) Ein merkasta heimild okkar er skýrsla séra Eggerts Guðmunds- sonar í Reykholti til Fornleifanefndarinnar dönsku, en þar er Snorra- laug lýst: „Greinileg Frásaga um merkilegar fornaldar-leifar í Reikhollts-sókn innan Borgar- fiardarsýslu, eptir fyrimælum hinnar konúnglegu nefndar til slíkra hluta vidurhallds. 1: Snorra Laug, Sturlusonar, Laugin siálf er ummáls 21 al: Danskt mál, nærfelt krínglótt, i henni eru Steinar af Svokölludu hvera grióti, 12) Ferðabók eftir Ebenezer Henderson, Rvík, 1957, bls. 320 — 321.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.