Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 50
54 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS in. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum í grein um bernskuheimili sitt (Ritsafn, Reykjavík 1945, bls. 268) : Mjólkin var aldrei síuð, en rjóm- inn var síaður gegnum togsíl — prjónadúk úr togi, gisinn. Á slíkri síu var skyr og tólgur síað.(i) í nútíðarmáli er orðið mikið til horfið. í Svarfaðardal veit þó allt eldra fólk, hvað síll er, og kem ég að því síðar. Af 6 fróðum mönnum úr öðrum sveitum á Norðurlandi, sem ég hef spurt um þetta, rámar fjóra í að hafa heyrt orðið og vita nokkurn veginn, hvað það merkir, en þekking þeirra á hlutnum er mjög lítil. Á gamalmennaheimilinu á Blönduósi kannaðist enginn vistmaður við orðið. er þeir voru að spurðir (1958). f bókinni Milli hafs og heiða eftir Indriða Þórkels- son á Fjalli er sagt frá manni nokkrum (bls. 208), sem „gerði síla og seldi“, og hlaut viðurnefni af. Maður þessi er sagður hafa dáið 1851. Indriði útskýrir ekki orðið, líkt og hann búist við að menn skilji það almennt. Af 13 fróðleiksmönnum af suður- og vesturlandi (frá Breiðamerkursandi til Hrútafjarðarár) svöruðu 12 hiklaust, að þeir hefðu aldrei heyrt orðið og vissu engin deili á því, en einn taldi sig kannast við orðið (síill) í merkingunni „gisinn smápoki úr hrosshári eða togi til þess að hafa draflaosta í, meðan úr þeim var pressuð mys- an“ (G. Á.). Af þremur fróðum austfirðingum telja tveir sig hafa heyrt orðið, en vissu ekkert um hlutinn (G. H., Þ. P.). Má af þessari greinargerð sjá, að minningin um sílinn hefur helzt lifað á norður- landi, og skýtur það nokkuð skökku við, að í orðabók Blöndals er orð- ið kennt við Árnessýslu. Nú skal vikið að orðinu sílár, sem ég tel nákvæmlega sömu merk- ingar og síll. Elzta dæmi um orðið er í reikningsskap Hólastóls 1569: „sílárar fjórir“ (fsl. fbrs. XV, bls. 217), og í bréfabók Guðbrands biskups Þorlákssonar eru sílárar þrisvar nefndir, 1569, 1572 og 1577 (Bréfab. G. Þ., bls. 3, 8, 144). í einu af þessum dæmum (1572) er nefndur sílár með grind, og gefur það til kynna, að sílár er ekki síu- grindin, eins og hægt væri að láta sér til hugar koma vegna nútíma merkingar orðsins lár. Fremur mætti ætla af dæminu, að sílár sé sían sjálf til aðgreiningar frá síugrindinni, sé sama og síll. Þessi skoðun styrkist við athugun á orðabókarlistum þeim, sem kallaðir eru nomenclatorar og að stofni til eru frá 17. öld. í listanum ÍB 77 fol. 6) Þess skal getið með þökk, að ég hef haft mikið gagn af orðasöfnum þeim, er starfsmenn orðabókar Háskólans hafa komið upp Þau söfn eru nú þegar til ómetanlegs gagns við alla rannsókn í íslenzkum fræðum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.