Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 56
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hafa með sér síilnálina sina, svo hún skyldi sauma hann í sumar, þegar barnið svæfi. Nálin var úr rostungstönn að sögn Sigurbjargar, mjög vel gerð. Friðrik (húsbóndinn) gæti lagt til efnið. Varð nú svo að vera sem kerling vildi, en ráða kvaðst hún vilja efninu. Þegar rakað var af hrossunum, staulaðist Sigurbjörg út til að segja fyrir um efnið í síilbotninn. Skyldi haft í hann valið snöruhár, þ. e. lokkar teknir úr tagli fullvaxinna hrossa, valdir þeir lengstu og skornir við hársræturnar. Skyldi hver lokkur vera litlu gildari en þáttur í konufléttu, þeirra er hárprúðar voru. Þess skyldi vandlega gætt, að litir blönduðust ekki. Var hárið þvegið, og var kerling mjög kröfufrek um vandvirkni. Man ég, að þvottareglurnar voru allflóknar, en ég kann ekki að greina frá þeim. En hárið var látið hanga úti um skeið. Þegar til þess kom að spinna þetta, var ég kvaddur til. Skyldi ég tæja þetta á vissan hátt, — draga liáriS eins og það hét á máli Sigurbjargar. — Gerði ég þetta undir handarjaðri hennar. Þótti henni vit mitt og mannkostir mjög skorið við nögl, enda lágu hugðarefni mín víðsfjarri hrosshári og síilbotnum, enda að- eins á 8. ári. Sigurbjörg bjó til úr hárinu vindil (vöndull var allt annað) mjög laust undinn. Festi hún hann við rúmstuðul og spann svo á venjulega hrosshárs- snældu af ótrúlegri leikni, og aðeins einn nálþráð í einu. Vatt hún hann aldrei upp á snælduhalann, heldur snurðaði hann upp í hönk framan við snúðinn. A því furðaði mig mjög, hversu nálþræðirnir virtust alltaf hnífjafnir. Voru þeir með lykkjum á báðum endum. Vatt hún þá upp í hnykla og festi þá saman þannig að aðeins var brugðið gegnum annað augað. Voru þeir því lausir, þegar til átti að taka. Þegai' allt hárið var spunnið, voru komnir þi'ir hnyklar, enda þrir litir: svartur, rauður og hvítur, og þó stærstur sá svarti. Tók hún þá að sauma, en fór öfuga leið við hina svarfdælsku lýsingu. Bjó hún fyrst til hring úr þrinnuðum nálþróðum og miðaði stærð hans við siilbandið. Fitjaði hún svo upp á þennan hring. Minnir mig, að hún byrjaði á „kappmellu“ um hann. Þegar hún hafði lokið þeirri umferð, brá hún nálinni í það bragð kappmellunnar, sem var samlægt aðal- þræðinum. Man ég fyrir víst, að hún brá nálinni fram, eins og þegar skór var verptur, en bragðið er mér að fullu gleymt. Fyrst kom fram gjörð, er minnti á fit á sokk, enda kallaði hún það botnfitina. Var hún miðuð við breiddina á síil- bandinu og þó rúmlega það, enda skyldi síilleggurinn (svo hét hringurinn, sem byrjað var á) lenda ofan við síilbandið. Þegar lokið var við fitina, tók við síil- botninn. Var hann þrílitur, svart yzt eins og fitin, þá raut.t og innst hvítt. Hring- urinn eða réttara sagt siilbot.ninn lokaðist í miðjunni. Hét það á máli Sigur- bjargar að læsa botninum. Hún gerði hvern nálþráð eins og þú lýsir (þ. e. eftir lýsingu Soffíu á Hofi, K. E.). Eins og áður er sagt snurðaði hún þráðinn fram- an við snældusnúðinn, þegar hún spann. Er hún hafði spunnið þráðinn, vatt hún hann upp á hönd sína, brá svo endanum um rúmmara og gerði hann tvöfaldan á þann hátt. Hafði hún endana dálítið mislanga (nálega þriggja þuml. mismun). Notaði hún mismuninn til að búa til lykkju á þann enda þráðarins. Notaði hún mig oft til að hjálpa sér við að loka þræSinum eins og það hét á hennar máli. Snúðurinn á þræðinum einföldum nægði til að vinda hann saman, þegar honum var sleppt tvöföldum. Loks læsti hún lykkjurnar saman, þegar hún festi þræðina saman. Það var einföld og allþekkt aðferð, t. d. þegar sett voru saman reipi, þar sem sili og tagl mættust. Það hét á máli Sigurbjargar lykkjulás.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.