Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 65

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 65
JURTALEIFAR FRÁ BERGÞÓRSHVOLI Á SÖGUÖLD 69 Haugarfi (Stellaria media). Hér um bil tíundi hluti þess fræs, sem fannst í brunaleifunum, voru lítil (1.0x0-8) hnöttótt fræ, sem ýmist voru einstök eða allt að fimm saman í hýðisslitrum. Einkenni þeirra voru nabbar, sem þöktu yfir- borðið og lágu í hringlaga röðum út frá fræstrengnum, en þar var snúður á fræinu og nokkuð djúp skerðing í bað. Bendir allt á arfa- fræ og þá einna líklegast á haugarfa. SJcurfa (Spergula arvensis). Að lokum skal þess getið, að einnig fundust tvö lítil (1.2x0.3 mm) kringlulaga, tvíkúpt fræ með himnufaldsleifum, sem er ótvírætt fræ af skurfu. 3. Hugleiðingar wm tilkomu efnisins. Á greiningu þeirri, sem hér hefur verið getið, af ástandi og eðli þessara brunaleifa, sést að hér hefur aðallega verið um samsafn ræktunarplantna að ræða. Að u.ndanskildu birkinu eru þessar jurtir ekki til í hinni upprunalegu villtu íslenzku flóru, en munu snemma fluttar hingað beint eða óbeint af manna völdum. Að slíkar jurtir hafi getað vaxið á þessum tíma má rökstyðja með dæmum úr forn- um ritum, af örnefnum og af útbreiðslu þeirri, er sumar þeirra ná seinna meir í gróðurríki landsins. Að þær eru samankomnar á einn stað þá þær brenna, er heldur engin tilviljun, því auðsætt er, að þang- að eru þær fluttar af mönnum, enda finnast þær í húsarúst, eins og að framan getur. — Nú má deila um, hvort brunaleifar þær, sem um ræðir, séu af jurtum, er vaxið hafi á íslandi, eða hvort um aðfluttan vöxt sé að ræða, og skal reynt að benda á atriði, er styðja fremur hinn fyrri möguleika, auk þess sem gera skal samanburð á þessum og öðrum fundum af fornum jurtaleifum á Norðurlöndum. Ber þess fyrst að geta, að allur vöxtur og lögun birkisins benti til þess, að það hafi verið íslenzkt að gerð og uppvexti, og varð það bezt séð á árhringunum og kvistunum. Eru mestar líkur til, að þetta sé brunnið birkiárefti eða eldiviður. Þess er getið hér að framan, að af byggleifum hafi fundizt auk korns hlutar af blöðum, stönglum og rótum. Af magni þessara jurta- hluta, af því hvernig sum kornin voru áföst axleggnum og af því hvernig sumir stönglarnir lágu reglulega hlið við hlið, mátti draga þær ályktanir, að einhver hluti byggsins hafi verið í kerfum og bygg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.