Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 65
JURTALEIFAR FRÁ BERGÞÓRSHVOLI Á SÖGUÖLD
69
Haugarfi (Stellaria media).
Hér um bil tíundi hluti þess fræs, sem fannst í brunaleifunum, voru
lítil (1.0x0-8) hnöttótt fræ, sem ýmist voru einstök eða allt að fimm
saman í hýðisslitrum. Einkenni þeirra voru nabbar, sem þöktu yfir-
borðið og lágu í hringlaga röðum út frá fræstrengnum, en þar var
snúður á fræinu og nokkuð djúp skerðing í bað. Bendir allt á arfa-
fræ og þá einna líklegast á haugarfa.
SJcurfa (Spergula arvensis).
Að lokum skal þess getið, að einnig fundust tvö lítil (1.2x0.3 mm)
kringlulaga, tvíkúpt fræ með himnufaldsleifum, sem er ótvírætt fræ
af skurfu.
3. Hugleiðingar wm tilkomu efnisins.
Á greiningu þeirri, sem hér hefur verið getið, af ástandi og eðli
þessara brunaleifa, sést að hér hefur aðallega verið um samsafn
ræktunarplantna að ræða. Að u.ndanskildu birkinu eru þessar jurtir
ekki til í hinni upprunalegu villtu íslenzku flóru, en munu snemma
fluttar hingað beint eða óbeint af manna völdum. Að slíkar jurtir
hafi getað vaxið á þessum tíma má rökstyðja með dæmum úr forn-
um ritum, af örnefnum og af útbreiðslu þeirri, er sumar þeirra ná
seinna meir í gróðurríki landsins. Að þær eru samankomnar á einn
stað þá þær brenna, er heldur engin tilviljun, því auðsætt er, að þang-
að eru þær fluttar af mönnum, enda finnast þær í húsarúst, eins og
að framan getur. — Nú má deila um, hvort brunaleifar þær, sem um
ræðir, séu af jurtum, er vaxið hafi á íslandi, eða hvort um aðfluttan
vöxt sé að ræða, og skal reynt að benda á atriði, er styðja fremur
hinn fyrri möguleika, auk þess sem gera skal samanburð á þessum
og öðrum fundum af fornum jurtaleifum á Norðurlöndum.
Ber þess fyrst að geta, að allur vöxtur og lögun birkisins benti til
þess, að það hafi verið íslenzkt að gerð og uppvexti, og varð það bezt
séð á árhringunum og kvistunum. Eru mestar líkur til, að þetta sé
brunnið birkiárefti eða eldiviður.
Þess er getið hér að framan, að af byggleifum hafi fundizt auk
korns hlutar af blöðum, stönglum og rótum. Af magni þessara jurta-
hluta, af því hvernig sum kornin voru áföst axleggnum og af því
hvernig sumir stönglarnir lágu reglulega hlið við hlið, mátti draga
þær ályktanir, að einhver hluti byggsins hafi verið í kerfum og bygg-