Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Qupperneq 66
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ið líklega allt óþreskt. Bendir axliðalengd og sverleiki til þess, að
byggið sé ræktað við mun lakari kjör en á meginlandinu.
Aðrar jurtaleifar, sem þarna fundust, styðja heldur þá skoðun að
jurtirnar séu vaxnar úr íslenzkri jörð, svo sem fjöldi brennihára
netlunnar, sem eflaust hefðu hrunið af og ekki orðið eins áberandi
í þessari mylsnu, væri netlan aðflutt um langan veg. Er því engin
ástæða til þess að ætla annað en jurtir þessar séu einmitt uppvaxnar
þar á Bergþórshvoli, og sú skoðun reyndar í alla staði eðlilegust.
Nú er fróðlegt að skoða byggið nánar og bera saman við bygg frá
suðlægari ræktunarstöðum. Er þá rétt að minnast fáeinna atriða um
útbreiðslu og ræktunarsögu byggsins.
Hér skal þess fyrst getið, að mönnum hefur tekizt að kynnast út-
breiðslu korntegunda og sögu ræktunar þeirra með því að beita ýms-
um jurta- og fornfræðilegum rannsóknum. Rússinn Vavilov gat sér
til, að unnt væri að finna hin upprunalegu heimkynni byggsins með
því að rannsaka útbreiðslu hinna mismunandi afbrigða þess í heim-
inum. Og væri upnruni þess sennilega þar, sem flest fyndist af frum-
stæðum gerðum. Álíta sumir fræðimenn, að hinar ræktuðu byggteg-
undir eigi einhvern einn sameiginlegan forföður, en aðrir telja, að
þær beri að rekja til fleiri frumtegunda. Hefur verið reynt að leysa
þá gátu með erfðarannsóknum, finna frumþætti ræktaða byggsins
og þannig uppruna þess. Virðast menn til dæmis vera á eitt sáttir um
það, að hið sexraða bygg sé frumstæðara en tveggjaraða bygg.
Fornar myndir einkum á peningum gefa hugmvnd um ræktunar-
sögu tegundarinnar, en skýrasta mynd af eðli hins forna byggs gefa
hinar eiginlegu leifar jurtanna sjálfra, sem af einhverjum ástæðum
hafa varðveitzt og haldið sinni lögun, einkum í koluðu ástandi eftir
hægan bruna. Við þetta bætist enn ein rannsóknaraðferð, sem hefur
varpað nýju Ijósi á sögu kornræktarinnar. Er það afsteypuaðferðin.
Tókst dönskum vísindamönnum að gera afsteypur af ýmsu korni, sem
myndað hafði för í leirker um leið og kerin voru steypt, einhvers
staðar á óhreinum gólfum í híbýlum fornaldarmanna. Þannig hafa
fundizt 425 afsteypur af fræi á dönskum kerum frá ýmsum tímum
allt frá 2500 til 1500 f. Kr. Danirnir Jessen og Helbæk hafa haldið
þessum rannsóknum áfram á Bretlandseyjum og ákvarðað mikið
magn ýmissa korntegunda þar. Hefur safnazt mikill fróðleikur um
ýmsar nytjajurtir, sem ræktaðar hafa verið á þeim slóðum á ýms-
um tímum.3)
Upphafleg heimkynni hins villta byggs mun vera einhvers staðar