Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 77
HALLMUNDARHELLIR
81
Hallmundarhraun er ógróið í öllu nágrenni hellisins og virðist
aldrei hafa verið gróið. Smalaleiðir liggja því sjaldan um þessar
slóðir. Hins vegar sýna kindabeinin, einkum hausbein og leggir, að
fé hefur verið slátrað á staðnum. Má því hafa fyrir satt, að þarna
hafi hafzt við útilegumenn eða skógarmenn.
Ekki er að svo stöddu auðvelt að sjá, hve langt er síðan búið var
í hellinum, en þess er getið hér að framan, að vart sé skemmra liðið
en 300 ár (frá miðri 17. öld), en einnig er hugsanlegt, að miklu lengra
sé frá því að hellisbúar stunduðu þar sauðatöku. Þess má geta, að á
síðari hluta 17. aldar virðast menn byggja sér lítil hús og þröng, svo
sem bærinn í Sandártungu í Þjórsárdal ber vitni, en mannvirkið í
helli þessum sver sig fremur í ætt til híbýlanna í Stöng og annarra
fornbæja.
Trúlegast er, að hinn mikli garður með palli innan á, sem nær þvert
yfir hellinn, sé virkisveggur til varnar hellisbúum, og sýnist vera gott
vígi innan garðsins. Yerður að telja þetta heldur fornlegt. Ekki verð-
ur ráðið af útliti gripa né beina, hve gömul þau séu, en væru beinin
rannsökuð með „Carbon 14“ aðferð, mætti að öllum líkindum fá skor-
ið úr frá hvaða tímabili þau eru, en þó eru bein ekki heppileg til slíkra
rannsókna.
Þann jökul, sem nú nefnist Eiríksjökull, kallar höfundur Grettis
sögu Balljökul, og svo virðist hann raunar nefndur í afsalsbréfi fyrir
Kalmanstungu frá 28. febr. 1398. Sagan vísar þannig til bústaðar
Hallmundar þess, sem hraunið er við kennt. Loftur, sem raunar var
Hallmundur, segir:
„Ætla eg hreggs
í hrunketil
steypi niður
frá stórfrerum.“
Orðamunur er nokkur, og er þetta lagfærður texti. Nokkur óvissa
er um ráðningu vísunnar, en aðalmerkingin er augljós: Loftur ætlar
í „hrunketil", sem er „niður frá stórfrerum“ og síðar:
„Það er úr byggð
Borgfirðinga
þar er Balljökul
bragnar kalla.“ 2)
Enn síðar segir: „Nú fóru þeir báðir samt (þ. e. Hallmundur og
Grettir frá Arnarvatni) suður undir Balljökul; þar átti Hallmundur
2) ísl. fornrit VII, Grettis saga Ásmundarsonar, bls. 176 — 177.
6