Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 82
KRISTJÁN ELDJÁRN: RÆÐA VIÐ DOKTORSPRÓF 16. JANÚAR 1960 ATHUGASEMDIR VIÐ BÓK DR. SELMU JÓNSDÓTTUR: BYZÖNSK DÓMSDAGSMYND í FLATATUNGU 1 Þegar ég fyrst las ritgerð þá, sem hér er til umræðu, og sá þá aðal- niðurstöðu, sém höfundurinn, frú Selma Jónsdóttir, hafði komizt að, kom mér í hug kvæði Guðmundar Böðvarssonar um rauða steininn: „f vegarins ryki lá rauður steinn, við riðum þar hjá eins og gengur.“ Þeir eru orðnir margir, sem lagt hafa leið sína fram hjá Bjarna- staðahlíðarfjölunum þau 37 ár, sem þær hafa verið til sýnis í Þjóð- minjasafni íslands, og margir hafa sagt við sjálfa sig og aðra, að hér væri um að ræða eitthvað óvenjulegt og merkilegt, menn hafa sem sagt séð glytta í rauðan stein í götunni, en engum hefur fram að þessu skilizt, að þar væri eðalsteinn, eða hirt um að ganga úr skugga um, hvort svo kynni ekki að vera. Hér hefur vantað ferska sjón og nærgöngula athygli. Það er gleðilegt og þakkarvert, að nú skuli sá hafa komið, eða öllu heldur sú, sem svipti hulunni af hinum fornu f jölum frá Bjarnastaða- hlíð. Því að það er hafið yfir allan vafa, að sú skýring frú Selmu, að þær séu leifar af stórri býzanskri dómsdagsmynd, er laukrétt. Því er ekki með nokkru móti unnt að hagga, og það er einn höfuðkostur þessarar bókar, að þessi meginniðurstaða hennar er alveg vafalaus. Höfundur bókarinnar á heiður skilinn fyrir að hafa séð þetta og sann- að svo skilmerkilega, að ekki verður um villzt. Hitt er svo annað höfuðatriði að sýna fram á þær fyrirmyndir, sem sennilegast er, að hér komi til greina. Sú útlistun höfundar þykir mér merkileg, og tímasetningin hygg ég að sé rétt, en þar sem hinn fyrri andmælandi, prófessor Wormald, hefur um þetta atriði fjallað, mun ég leiða það hjá mér, enda nóg annað, sem mér er nærtækara um að tala við höf-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.