Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Qupperneq 82
KRISTJÁN ELDJÁRN:
RÆÐA VIÐ DOKTORSPRÓF 16. JANÚAR 1960
ATHUGASEMDIR VIÐ BÓK DR. SELMU JÓNSDÓTTUR:
BYZÖNSK DÓMSDAGSMYND í FLATATUNGU
1
Þegar ég fyrst las ritgerð þá, sem hér er til umræðu, og sá þá aðal-
niðurstöðu, sém höfundurinn, frú Selma Jónsdóttir, hafði komizt að,
kom mér í hug kvæði Guðmundar Böðvarssonar um rauða steininn:
„f vegarins ryki lá rauður steinn,
við riðum þar hjá eins og gengur.“
Þeir eru orðnir margir, sem lagt hafa leið sína fram hjá Bjarna-
staðahlíðarfjölunum þau 37 ár, sem þær hafa verið til sýnis í Þjóð-
minjasafni íslands, og margir hafa sagt við sjálfa sig og aðra, að hér
væri um að ræða eitthvað óvenjulegt og merkilegt, menn hafa sem
sagt séð glytta í rauðan stein í götunni, en engum hefur fram að
þessu skilizt, að þar væri eðalsteinn, eða hirt um að ganga úr skugga
um, hvort svo kynni ekki að vera. Hér hefur vantað ferska sjón og
nærgöngula athygli.
Það er gleðilegt og þakkarvert, að nú skuli sá hafa komið, eða öllu
heldur sú, sem svipti hulunni af hinum fornu f jölum frá Bjarnastaða-
hlíð. Því að það er hafið yfir allan vafa, að sú skýring frú Selmu, að
þær séu leifar af stórri býzanskri dómsdagsmynd, er laukrétt. Því er
ekki með nokkru móti unnt að hagga, og það er einn höfuðkostur
þessarar bókar, að þessi meginniðurstaða hennar er alveg vafalaus.
Höfundur bókarinnar á heiður skilinn fyrir að hafa séð þetta og sann-
að svo skilmerkilega, að ekki verður um villzt. Hitt er svo annað
höfuðatriði að sýna fram á þær fyrirmyndir, sem sennilegast er, að
hér komi til greina. Sú útlistun höfundar þykir mér merkileg, og
tímasetningin hygg ég að sé rétt, en þar sem hinn fyrri andmælandi,
prófessor Wormald, hefur um þetta atriði fjallað, mun ég leiða það
hjá mér, enda nóg annað, sem mér er nærtækara um að tala við höf-