Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Qupperneq 85

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Qupperneq 85
RÆÐA VIÐ DOKTORSPRÓF 16. JANÚAR 1960 89 góS til þess, og höfundurinn hefði átt að taka þetta ómak af lesanda sínum og hlífa honum við að spilla svo fögrum grip sem þessi bók er. Prentvillur finnast þó nokkrar í þessari bók, og eru þær, eins og ætíð, til lýta, þótt ekki séu svo stórvægilegar að misskilningi valdi, enda má nú fyrr vera. Prófarkalestur er sem sagt ekki eins vandaður og hann ætti að vera, og þykist ég vita, að hér mundi betur hafa til tekizt, ef bókin hefði verið prentuð hér heima. Villurnar stafa sýni- lega margar af því, að bókin er sett af manni, sem kann ekki íslenzku, en þó er það vitanlega höfundurinn, sem ábyrgðina ber. Annars er ekki ætlun mín að eltast við prentvillur. Tilvitnanakerfi bókarinnar er einfalt, og finn ég ekki að því sem meginreglu. Höfundur verður ekki sakaður um að fylla verk sitt óskyldum fróðleik, hún heldur sig mjög fast að efninu, og vitnar fremur lítið til fræðirita. Stefnan er augljóslega sú að vitna til eins fárra höfunda og minnst verður komizt af með, og höfundur hefur síður en svo reynt að bregða lærdómssvip á verk sitt með íburðar- miklu tilvitnanakerfi. Þetta er geðfellt, en hér ber þó að forðast öfgar eins og annars staðar, og ekki má þetta tilvitnanakerfi að mínum dómi fátæklegra vera. Sá sem þessa bók les mun eflaust telja sjálf- sagt, að þar sé getið um allt, sem um Bjarnastaðahlíðar- og Flata- tungufjalir hefur birzt, enda er það ekki mikið að vöxtum. En hér skortir nokkuð á, að minnsta kosti hef ég ekki fundið tilvitnun til fyrirlestrar, sem ég flutti um þessi efni á fundi í Bergen 1953, þar sem þau voru í fyrsta sinni kynnt á víðari vettvangi. Þessi fyrirlest- ur birtist nokkuð styttur í árbók háskólans í Bergen, Universitetet i Bergen, Árbok 1955, Historisk-antikvarisk række, bls. 84—91, undir titlinum Ringerike Style in Iceland. Þessi grein hefur nokkurt sjálf- stætt gildi, þó að mest af efni hennar komi fram í grein minni í Acta Archaeologica, sem höf. vitnar dyggilega til. En grein þessa hefði allt um það átt að nefna, a. m. k. til þess að fylla töluna, en auk þess hygg ég, að hún skipi sinn sess í rannsóknarsögu þessara fjalarstúfa. Ég skal geta þess, að mér fyrir mitt leyti líkar ekki meðferð höf- undar á bókartitlum í tilvísunarskránni. Hún virðist nota þar upp- hafsstafi í orðum, sem fyrir koma í fyrirsögnum eða bókatitlum, alveg að geðþótta sínum. Áhrif eru þar frá sið Engilsaxa að skrifa stóra stafi í öllum meiri háttar orðum í þessum samböndum, en ekki á slíkt við um skandinaviskar bækur, og ekki er svo vel, að þetta sé þá algild regla í bókinni. En þetta er auðvitað formsatriði, sem ekki kemur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.