Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 87

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 87
RÆÐA VIÐ DOKTORSPRÓF 16. JANÚAR 1960 91 hann láta sig litlu varða, hvernig einhver, hvort sem það er höfundur þessarar bókar eða annar, þýðir þessi orð á íslenzku. Og höfundi hef- ur orðið hált á þessu þýðingarstarfi, því að eina málsgrein Kálunds hefur hún þýtt tvisvar og hljóðar hún þannig í fyrra sinn (bls. 36): „Hluti af fjölunum (Flatatunga) munu á síðari tímum vera komnar að Bjarnastaðahlíð í Vesturdal“, en á bls. 41 á þessa leið: „Sagt er, að nokkrar af fjölunum hafi seinna verið fluttar að bænum Bjarna- staðahlíð í Vesturdal". Hvort tveggja á að vera orðrétt þýtt, og eru þetta ekki æskileg vinnubrögð í vísindariti. Þess má geta, að seinni þýðingin er betri og einkum réttari (Sagt er, o. s. frv.), en þýðingin á frásögn Kálunds finnst mér ekki í heild nógu góð, af því að orð hans eru svo afar mikilvæg í röksemdaleiðslu höfundar. Yfirleitt verður að teljast óþarft og skaðlegt að þýða tilvitnanir í verki eins og þessu. Ég hef tínt hér fram nokkuð af því sem betur hefði mátt fara í frá- gangi þessarar bókar. Vinnubrögðum er þar nokkuð áfátt. Hins vegar er þó þyngra á metunum það, sem ritgerðin hefur til síns ágætis að því er varðar ytri brag og enn er ótalið. Þessi ritgerð er vel saman sett, efnisatriðum er rétt og rökvíslega raðað, byrjunin er eðlileg og síðan haldið áfram stig af stigi útúrdúra- og vafningalaust, og síðan fellt af og botninn sleginn í með réttum tökum og á réttum tíma. Stefnt er markvíst að sönnun þeirrar kenningar, sem fram er sett í upphafi, og höfundurinn leyfir sér ekki neinar bollaleggingar um atriði, sem ekki varða efnið í alþrengsta skilningi. Ritgerðin er skrif- uð á alþýðlegu og ljósu máli, og sízt höfð fleiri orð um hvað eina en nauðsynlegt er. Ég vil svo ekki orðlengja þetta, aðeins endurtaka að ég tel höfundi hafa tekizt bygging ritgerðarinnar vel, og þetta er meginkostur að því er ytri brag varðar. Ég hef haft fleiri orð um það sem mér líkar miður, en svo vill verða og er líka rétt; það sem ég hef hér til mála að leggja er ekki eingöngu að lofsyngja eða fordæma þessa bók og höfund hennar, heldur ekki síður til þess, ef auðnast mætti, að þoka rannsókn hins forna listaverks hársbreidd fram á við, og því markmiði þjóna ég bezt með því að draga fram í dagsljósið það sem missagt kann að vera hjá höfundi eða vansagt, en ekki með því að setja á langar lofgerðir um þau atriði, sem ég er höfundi al- gjörlega sammála um. S Ég vík nú að þeim kafla bókarinnar, sem heitir Fjalirnar frá Bjarnastaðahlíð og er skilgreining höfundar á því, hvað sé á hverri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.