Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 90

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 90
94 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS um. Höf. hefur í þessari bók lagt mikla áherzlu á hvílíkur snilldar- teiknari hinn forni listamaður hafi verið, og það er vissulega rétt. Og ekki kæmi mér á óvart að þetta myndatriði rétt skoðað muni jafn- vel enn auka á hróður hans, og er það þá allfjarri þeim dómi, sem höfundur bókarinnar hefur upp kveðið um það. Ekki tel ég rétt að segja, að fjöl 7 sanni, að fjöl 5 liggi að fjöl 3. Það er þegar sannað af höfundi og mundi vera alveg öruggt, þó að f jöl 7 hefði ekki varðveitzt. Hins vegar er rétt, að 7 gefur merkilegar upplýsingar, sem þakkarvert er að hafa. Réttast hefði verið að taka þannig til orða, að fjöl 7 sýndi til enn ljósari hlítar, að 5 og 3 eigi saman, og ef til vill er það það, sem höfundur í rauninni vill segja, en orðum er þá ekki sem heppilegast hagað. Höfundur hefur réttilega þekkt kölska á Bjarnastaðahlíðarfjölum, og er sannarlega gaman að hafa þessa mynd af honum frá dögum Sæmundar fróða. En ekki get ég verið höf. að öllu leyti sammála um myndina af óvininum. Höf. segir: „Djöfullinn á Bjarnastaðahlíðar- fjölunum er sköllóttur og skegglaus. Listamaðurinn hefur ef til vill viljað sýna hinum vonda lítilsvirðingu með því að sýna hann sköll- óttan og skegglausan“ (bls. 30). Þessi skýring tel ég að vafalaust sé ekki rétt. Það er engin minnkun að því að vera sköllóttur og var það ekki á miðöldum fremur en nú, gott ef það var ekki miklu fremur vottur um virðuleik, og skeggleysi er sannarlega ekki neitt háðungar- merki á Bjarnastaðahlíðarfjölum, þótt slíkt sé í Njáls sögu notað til þess að drótta ónáttúru að manni, og það er út í hött að vitna til skeggleysis Njáls í þessu sambandi. Á Bjarnastaðahlíðarfjölunum eru allir skegglausir, hólpnir sem fordæmdir, og tekur það raunar af tvímæli um að skeggleysi paurans er ekki honum til háðungar gert. Ég hygg, að á fyrirmynd myndskerans í Bjarnastaðahlíð hafi sá gamli vafalaust verið með mikið úfið hár og skegg, eins og t. d. í Tor- cello og á fílabeinsplötunni frá Feneyjum, og það er einmitt til þess að gera hann ægilegan og djöfullegan, og þannig mundi hinn forni listamaður eflaust hafa viljað sýna hann. En hann hefur komizt í vandræði með að sýna þetta hræðilega úfna hár og skegg, sem stóð eins og þyrill í allar áttir. En ég hallast helzt að því, að listamaðurinn sé í rauninni að gera veika tilraun til þess að sýna óvininn skeggjað- an, reyni að sýna það með þessum strikum niður frá eyrunum, línum sem ná ekki saman og mynda því ekki höku. Á öllum hinum mönnun- um er dregin mjög skýr skegglaus haka, en á þessum er hökulínan vitandi vits ekki dregin, væntanlega af því að listamaðurinn hugsar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.