Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 90
94
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um. Höf. hefur í þessari bók lagt mikla áherzlu á hvílíkur snilldar-
teiknari hinn forni listamaður hafi verið, og það er vissulega rétt.
Og ekki kæmi mér á óvart að þetta myndatriði rétt skoðað muni jafn-
vel enn auka á hróður hans, og er það þá allfjarri þeim dómi, sem
höfundur bókarinnar hefur upp kveðið um það.
Ekki tel ég rétt að segja, að fjöl 7 sanni, að fjöl 5 liggi að fjöl 3.
Það er þegar sannað af höfundi og mundi vera alveg öruggt, þó að
f jöl 7 hefði ekki varðveitzt. Hins vegar er rétt, að 7 gefur merkilegar
upplýsingar, sem þakkarvert er að hafa. Réttast hefði verið að taka
þannig til orða, að fjöl 7 sýndi til enn ljósari hlítar, að 5 og 3 eigi
saman, og ef til vill er það það, sem höfundur í rauninni vill segja, en
orðum er þá ekki sem heppilegast hagað.
Höfundur hefur réttilega þekkt kölska á Bjarnastaðahlíðarfjölum,
og er sannarlega gaman að hafa þessa mynd af honum frá dögum
Sæmundar fróða. En ekki get ég verið höf. að öllu leyti sammála um
myndina af óvininum. Höf. segir: „Djöfullinn á Bjarnastaðahlíðar-
fjölunum er sköllóttur og skegglaus. Listamaðurinn hefur ef til vill
viljað sýna hinum vonda lítilsvirðingu með því að sýna hann sköll-
óttan og skegglausan“ (bls. 30). Þessi skýring tel ég að vafalaust sé
ekki rétt. Það er engin minnkun að því að vera sköllóttur og var það
ekki á miðöldum fremur en nú, gott ef það var ekki miklu fremur
vottur um virðuleik, og skeggleysi er sannarlega ekki neitt háðungar-
merki á Bjarnastaðahlíðarfjölum, þótt slíkt sé í Njáls sögu notað til
þess að drótta ónáttúru að manni, og það er út í hött að vitna til
skeggleysis Njáls í þessu sambandi. Á Bjarnastaðahlíðarfjölunum
eru allir skegglausir, hólpnir sem fordæmdir, og tekur það raunar af
tvímæli um að skeggleysi paurans er ekki honum til háðungar gert.
Ég hygg, að á fyrirmynd myndskerans í Bjarnastaðahlíð hafi sá
gamli vafalaust verið með mikið úfið hár og skegg, eins og t. d. í Tor-
cello og á fílabeinsplötunni frá Feneyjum, og það er einmitt til þess
að gera hann ægilegan og djöfullegan, og þannig mundi hinn forni
listamaður eflaust hafa viljað sýna hann. En hann hefur komizt í
vandræði með að sýna þetta hræðilega úfna hár og skegg, sem stóð
eins og þyrill í allar áttir. En ég hallast helzt að því, að listamaðurinn
sé í rauninni að gera veika tilraun til þess að sýna óvininn skeggjað-
an, reyni að sýna það með þessum strikum niður frá eyrunum, línum
sem ná ekki saman og mynda því ekki höku. Á öllum hinum mönnun-
um er dregin mjög skýr skegglaus haka, en á þessum er hökulínan
vitandi vits ekki dregin, væntanlega af því að listamaðurinn hugsar