Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 91
RÆÐA VIÐ DOKTORSPRÓF 16. JANÚAR 1960
95
sér hökuna hulda skeggi. Þetta skegg ber ég t. d. saman við hár
mannsins, sem hangir út úr gini drekans á fjöl 3. Hárleysið skýri ég
á þann veg að myndin sé í rauninni ófullgerð; það hefur komið hik
á listamanninn hvernig hann ætti að sýna þyrilkoll fyrirmyndarinn-
ar. Allar myndirnar í Bjarnastaðahlíð eru dregnar með afar sterkum
órofnum útlínum. Það er lítill vandi að hugsa sér, að sá sem þannig
vann hafi hikað við, hvernig sýna skyldi hinn villta flóka á höfði
paurans, eins og ég hygg að hann hafi á sama hátt hliðrað sér hjá að
sýna eldslogana í víti, sem áttu að leika um hásæti kölska. Þessi lista-
maður hefur áreiðanlega einfaldað margt í fyrirmynd sinni, þlátt
áfram vegna þeirrar myndtækni, sem hann beitti. Hárleysi kölska er
að minni hyggju afleiðing af þessu, og læt ég svo útrætt um óvininn.
— Sá möguleiki er og til, að hárið hafi verið málað, ef málning hefur
verið á myndinni, eins og próf. Wormald nefndi í sinni ræðu.
Fjöl nr. 9 er alveg vafalaust rétt staðsett. Hún á heima í vinstra
horni verksins neðst og er neðsta fjöl í paradísarmynd, sem þar hefur
verið eins og í öðrum býzönskum dómsdagsmyndum. En lýsing fjalar-
innar finnst mér ekki farast höf. nógu liðlega úr hendi. Það er að
líkindum rétt, að fætur þeir, sem sjást á miðri fjöl og standa niður
undan síðum kyrtli, séu fætur Abrahams. En ekki tel ég það að fullu
heimilt, þegar höf. segir þetta: „Virðist maður þessi hafa eitthvað í
kjöltunni“ (bls. 32), og ætti þetta eitthvað að vera barn eða börn, því
að Abraham er alltaf með barn eða börn í kjöltunni á býzönskum
dómsdagsmyndum. Það er mjög líklegt eða öllu heldur því nær alveg
víst, að svo hafi einnig verið á Bjarnastaðahlíðarfjölunum, en það
er bara ekki hægt að sjá það á fjöl nr. 9, eins og höf. lætur í veðri
vaka. Þar sést koma bogmynduð og mjög regluleg tunga niður eftir
miðjum kyrtli mannsins og ná niður undir klæðafald, en alls ekki er
hægt að fullyrða hvað þetta er. Barn eða barnsfætur geta það alls ekki
verið og reyndar er líklegast, að þetta sé ekkert annað en klæðafell-
ing. Barnið eða börnin, sem Abraham hefur setið með í skauti sér,
sjást alls ekki á þessari fjöl, til þess sést ekki nógu hátt upp eftir
myndinni, og kemur hér í ljós, að orðalag eða lýsing höfundar er
töluvert háð því, sem hún veit að hlýtur að hafa verið vegna þess að
svo er á öðrum dómsdagsmyndum, sem hún hefur til samanburðar,
og ber raunar víða á þessu í þessum lýsingarkafla bókarinnar, og er
fremur óviðkunnanlegt, þótt segja megi að það sé ekki stórum skað-
legt.
Fleira er athugavert við lýsinguna á f jöl nr. 9. Höf. segir að vinstra