Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Qupperneq 91

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Qupperneq 91
RÆÐA VIÐ DOKTORSPRÓF 16. JANÚAR 1960 95 sér hökuna hulda skeggi. Þetta skegg ber ég t. d. saman við hár mannsins, sem hangir út úr gini drekans á fjöl 3. Hárleysið skýri ég á þann veg að myndin sé í rauninni ófullgerð; það hefur komið hik á listamanninn hvernig hann ætti að sýna þyrilkoll fyrirmyndarinn- ar. Allar myndirnar í Bjarnastaðahlíð eru dregnar með afar sterkum órofnum útlínum. Það er lítill vandi að hugsa sér, að sá sem þannig vann hafi hikað við, hvernig sýna skyldi hinn villta flóka á höfði paurans, eins og ég hygg að hann hafi á sama hátt hliðrað sér hjá að sýna eldslogana í víti, sem áttu að leika um hásæti kölska. Þessi lista- maður hefur áreiðanlega einfaldað margt í fyrirmynd sinni, þlátt áfram vegna þeirrar myndtækni, sem hann beitti. Hárleysi kölska er að minni hyggju afleiðing af þessu, og læt ég svo útrætt um óvininn. — Sá möguleiki er og til, að hárið hafi verið málað, ef málning hefur verið á myndinni, eins og próf. Wormald nefndi í sinni ræðu. Fjöl nr. 9 er alveg vafalaust rétt staðsett. Hún á heima í vinstra horni verksins neðst og er neðsta fjöl í paradísarmynd, sem þar hefur verið eins og í öðrum býzönskum dómsdagsmyndum. En lýsing fjalar- innar finnst mér ekki farast höf. nógu liðlega úr hendi. Það er að líkindum rétt, að fætur þeir, sem sjást á miðri fjöl og standa niður undan síðum kyrtli, séu fætur Abrahams. En ekki tel ég það að fullu heimilt, þegar höf. segir þetta: „Virðist maður þessi hafa eitthvað í kjöltunni“ (bls. 32), og ætti þetta eitthvað að vera barn eða börn, því að Abraham er alltaf með barn eða börn í kjöltunni á býzönskum dómsdagsmyndum. Það er mjög líklegt eða öllu heldur því nær alveg víst, að svo hafi einnig verið á Bjarnastaðahlíðarfjölunum, en það er bara ekki hægt að sjá það á fjöl nr. 9, eins og höf. lætur í veðri vaka. Þar sést koma bogmynduð og mjög regluleg tunga niður eftir miðjum kyrtli mannsins og ná niður undir klæðafald, en alls ekki er hægt að fullyrða hvað þetta er. Barn eða barnsfætur geta það alls ekki verið og reyndar er líklegast, að þetta sé ekkert annað en klæðafell- ing. Barnið eða börnin, sem Abraham hefur setið með í skauti sér, sjást alls ekki á þessari fjöl, til þess sést ekki nógu hátt upp eftir myndinni, og kemur hér í ljós, að orðalag eða lýsing höfundar er töluvert háð því, sem hún veit að hlýtur að hafa verið vegna þess að svo er á öðrum dómsdagsmyndum, sem hún hefur til samanburðar, og ber raunar víða á þessu í þessum lýsingarkafla bókarinnar, og er fremur óviðkunnanlegt, þótt segja megi að það sé ekki stórum skað- legt. Fleira er athugavert við lýsinguna á f jöl nr. 9. Höf. segir að vinstra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.