Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 92
96
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
megin við Abraham sjáist fleiri kyrtilfaldar og fætur manna, sem
standa eða snúa sér í áttina til Abrahams. Hví ekki að segja hér skýr-
ar frá, að þarna sjáist kyrtilfaldar og fætur þriggja manna, hvorki
meira né minna, og þeir eru allir í miklu minni mælikvarða en fætur
Abrahams, vitanlega af því að þetta eru börn, alveg eins og á hinum
öðrum býzönskum dómsdagsmyndum. Þessir litlu fætur eru meira að
segja sönnun þess, að það eru vissulega fætur Abrahams, sem sjást
á miðri myndinni, en ekki t. d. Maríu meyjar, sem þó hefði getað
komið til greina. Hér vantar sem sagt nákvæmni í lýsinguna, og
einnig sleppir höf. að geta um eitt atriði, sem nokkru máli skiptir, og
það er þetta: Báðum megin við kyrtillínur Abrahams eru tvö bein
samsíða strik lóðrétt, svo að manni gæti dottið í hug, að mannsmynd-
in hafi verið í sérstakri umgerð. Svo mun þó varla, heldur eru þetta
fæturnir á stólnum, sem Abraham situr á. Þetta hefði nauðsynlega
þurft að nefna.
Og enn vil ég geta um eitt í sambandi við lýsingu höf. á fjöl nr. 9.
Höf. segir formálalaust: „Einnig er þarna laufblað, langt og mjókkar
fram“ (bls. 33). Þessari fullyrðingu er varpað svona fram og ekki
einu sinni tiltekið, hvar á fjölinni þetta svokallaða laufblað er, og
hefði þó ekki verið vanþörf á slíku, því að laufblaðið er sannarlega
ekki auðþekkt. Með því að útiloka allt annað, staldrar maður að lok-
um við skástrikið, sem kemur niður á fjölina vinstra megin við börn-
in. Þetta mun vera laufblaðið, og ekki skal ég neita að þetta strik sé
á einn eða annan hátt áhangandi hinum himneska trjágróðri, sem
ætla má að verið hafi á fjölunum, en víst er þetta ekki, og fjölin sjálf
gefur alls ekki tilefni til svo hiklausrar fullyrðingar sem höfundur
leyfir sér í trausti þeirra ágætu mynda, sem hún hefur til saman-
burðar. Á bls. 33 segir svo höf., að á fjöl 10 sé trjá- eða pálmablað af
sömu gerð og blaðið á fjöl nr. 9. Þetta tel ég ofmælt og ólíku saman
að jafna, þar sem blaðið á 10 er dregið með tveimur útlínum, en á 9
er aðeins um einn einfaldan skurð að ræða.
Að lokum er svo aðeins þetta um f jöl nr. 9: Ég get ekki með nokkru
móti séð fætur þá hægra megin við Abraham, sem höf. segir þar vera,
og hef þó mjög skoðað fjölina sjálfa í alls konar birtu til þess- að
reyna að koma auga á þá. Hitt er annað mál, að ég er ekki frá því að
þarna kunni einhvern tíma að hafa verið fætur, því að fjölin er tals-
vert máð. En víst er það ekki, og ég held óhætt sé að fullyrða, að þeir
sjáist ekki nú.