Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 93

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 93
RÆÐA VIÐ DOKTORSPRÓF 16. JANÚAR 1960 97 Fjalirnar 10, 11 og 12 tel ég annars rétt skilgreindar og hef ekki miklu þar við að bæta. Það væri þá helzt eitt sérkenni á nr. 10, sem höf. getur ekki um, á lárétta bandinu ofan við mannamyndirnar. Hægra megin á fjölinni er band þetta með tveimur samsíða línum, en vinstra megin með þremur. Þetta er merkilegt, og ég fæ ekki betur séð en þar sem mætast tvöfalda og þrefalda bandið séu myndaskil, og hafi lóðrétt band legið þar upp eftir. Þetta veitir þá nokkra vitneskju um eitt smáatriði í reitaskiptingu verksins, sem halda þarf til haga eins og öðru. Þrátt fyrir þessar aðfinnslur mínar er ég í meginatriðum sammála höf. um endursköpun myndarinnar, en tel að á einstaka stað hefði mátt komast nær markinu. Skal ég nú víkja að myndinni í heild. Höf. fullyrðir, að vinstra helmingi myndarinnar hafi verið skipt í reiti með láréttum böndum, og það er laukrétt og auðséð. En jafnframt vill hún endilega að hægra helmingi hafi ekki verið skipt á þann hátt, og segir ekkert það á fjölum hægra helmingsins, sem til þess bendi, og það þótt þeir séu miklu fleiri en hinir. Á þessum grundvelli vill hún svo einkenna Bjarnastaðahlíðarmyndina sem eins konar kyn- blending að því leyti, að henni hafi að nokkru leyti verið skipt í lá- rétta reiti eins og t. d. í Torcello, en að sumu leyti verið reitaskipt- ingarlaus eins og t. d. í Grec 74, og sé myndin ein um þennan tví- skinnung. Þetta er allt óþarft, því að allar líkur benda til að hægra helmingnum hafi einnig verið skipt í lárétta fleti alveg eins og hinum vinstra. Ef við lítum á heildarmyndina nr. 39, sjáum við að svo vill til, að enginn fjalarbútur hefur varðveitzt, sem á hefði mátt'vænta milligerðarbanda. Þess vegna afsanna þessar tiltölulega mörgu fjalir hægra helmings ekki, að þar hafi verið reitaskipting. Það bara vill ' svona til fyrir blábera tilviljun: Úr vinstra helmingi hafa varðveitzt fáar fjalir, aðeins fjórar, en samt sýna þær nógsamlega, að þar var lárétt reitaskipting. tJr hægra helmingi hafa varðveitzt margar fjal- ir, eða 9, en samt geta þær ekki skorið úr um þetta atriði sín megin. Hér er tilgangslaust að beita stærðfræðilegum hugsanagangi eins og þessum: tJr því að lárétt bönd sjást á fáum bútum vinstra megin, en ekki á mörgum hægra megin, þá hafa heldur engin bönd verið hægra megin. Þetta er ekki rétt hugsað, það er blind tilviljun sem ræður því hvað varðveitzt hefur úr hinum eða þessum helmingnum, og eins og þegar er sagt hefur ekkert varðveitzt úr hægra helmingi, sem reyni á það, hvort þar voru bönd eða ekki. Af almennum líkum er miklu 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.